Hoppa yfir valmynd

Bílastæði og samgöngur

Við tökum vel á móti þér og bílnum þínum. Við mælum með að þú tryggir þér stæði áður en þú kemur á flugvöllinn. Þú færð okkar besta verð með því að bóka tímanlega.

Tryggðu bílnum stæði

Spurt og svarað

  • Vinsamlegast sláðu inn einhver leitarorð.
  • Vinsamlegast sláðu inn einhver leitarorð.
Mín bókun

Almenn stæði

Hagstæðasta verðið
Hentar fyrir lengri ferðalög
Bókaðu snemma fyrir besta verðið

Betri stæði

Bílastæði við flugvöllinn
Hentar vel fyrir styttri ferðalög
Snjóbræðsla sem tryggir aukin þægindi

Úrvalsstæði

Sérmerkt stæði við inngang
Lyklum er skilað í lyklabox
Starfsfólk tryggir bílnum stæði
Bíllinn klár hjá brottfararsal við heimkomu

Greiða fyrir bílastæði

Ertu ekki með fyrirfram bókað bílastæði? 

Ef þú ert skráð/ur viðskiptavinur hjá Autopay geturðu keyrt beint út.

Ef þú ert að nýta þér þjónustuna í fyrsta sinn geturðu greitt fyrir stæðið hér.

Greiða núna

Leiðbeiningar fyrir notendur Autopay

Ekki viss hvernig þú átt að bera þig að?

Hér eru leiðbeiningar um hvernig þú borgar fyrir bílastæðið með Autopay. 


Skoða

Spurt og svarað

Hægt er að greiða fyrir bílastæði á mismunandi vegu.

  • Með appi
    • Parka appinu
    • AutoPay appinu
  • Í greiðsluvélum innan flugvallarsvæðisins
  • Í þjónustuveri KEF Parking á komusvæði flugvallarins
  • Með því að tengja kort við reikning á heimasíðu AutoPay
  • Á vef Isavia eða vef Autopay, Autopay.io


Þú getur alltaf skoðað kvittanirnar þínar á Autopay.io

Við minnum gesti okkar á að nýta sér greiðslumöguleika Autopay áður en ekið er út af bílastæðinu (P1, P2 ), til að komast hjá óþarfa kostnaði. Ef ekki er greitt fyrir stæðið 48 klst. frá útkeyrslu berst reikningur í heimabanka að viðbættu 1.490 kr. þjónustugjaldi.

Verð bókanlegra bílastæða er breytilegt á Keflavíkurflugvelli en því lengri sem fyrirvarinn er því ódýrara er að leggja.

Einnig er hægt er að mæta án þess að bóka stæði og gildir verðskrá viðkomandi bílastæðis.
Sjá verðskrá fyrir Almenn stæði.
Sjá verðskrá fyrir Betri stæði.

Ef þú ert að sækja eða skutla ferðalang, eru fyrstu 15 mínúturnar fríar á skammtímalagningu. Eftir það gildir verðskráin.

Betri stæði

Betri stæði eru merkt P1 og P2. P1 er staðsett við brottfararsal en P2 við komusal. Hægt er að bóka stæði við P1 og hentar það vel fyrir stuttar ferðir.

Ekki er hægt að bóka stæði á P2. Skammtímalagning hentar vel ef sækja á ferðalang eða koma honum í flug. Fyrstu 15 mínúturnar eru fríar. Eftir það gildir verðskráin okkar fyrir Betri stæði. Hægt er að sjá mynd af bílastæðunum hér.

Almenn stæði

Almenn stæði eru merkt P3.

P3 er ódýrasta svæðið okkar og hentar vel fyrir þá sem eru að fara í lengri ferðir. Skoða verðskrá fyrir Almenn stæði.
Hægt er að sjá mynd af bílastæðunum hér.

Úrvalsstæði

Úrvalsstæðin okkar er sú þjónusta sem býður upp á mestu þægindin. Þú leggur bílnum í sérmerkt stæði alveg upp við brottfararsal flugstöðvarinnar. Lyklunum er skilað í lyklabox við brottfararsal og starfsfólk okkar leggur bílnum þínum í öruggt stæði. Við heimkomu mun síðan bíllinn þinn bíða við sama stæði og hann var lagður í upphaflega. Hægt er að sjá mynd af bílastæðunum hér.

Skoða meira