Rammagerðin

 

Ein elsta gjafavöruverslun landsins, stofnuð 1940. Íslensk hönnun og handverk frá hundruðum aðila um allt land.

Allt frá upphafi hefur Rammagerðin lagt áherslu á sölu á íslensku handverki og gjafavöru með sérstakri áherslu á ullarvörur. Rammagerðin býr þannig til vettvang fyrir íslenskt handverksfólk og skapar einnig heim utan um aldalanga sögu íslenskrar arfleiðar. Um fimmtíu prjónakonur prjóna fyrir fyrirtækið eins og er og mikill fjöldi handverksfólks selur vörur sínar og vinnur að þróun þeirra í samstarfi við Rammagerðina.

 

Opið þegar það eru farþegaflug en undantekning gæti orðið vegna flugs eftir miðnætti.