TáknVeður á Keflavíkurflugvelli       8°C      5 m/s

Fyrir brottför

Við hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli viljum vera hluti af góðu ferðalagi farþega. Við viljum vekja athygli á nokkrum mikilvægum atriðum þegar þú ferðast um flugvöllinn.

Mæting 2,5 tímum fyrir brottför

Við mælum með að farþegar mæti til innritunar tímanlega fyrir áætlaða brottför til þess að forðast biðraðir. Ágætt viðmið er tveir og hálfur tími. Á það við um allt farþegaflug, sérstaklega ef flugtíminn er á stærstu álagstímunum sem eru kl 06.00 – 09.00, 15.00 – 18.00 og 00.00 – 02.00. 

Álagstímar í flugstöðinni:

Innritun - opin frá 01:00 í sumar

Flugfélög bjóða uppá mismunandi aðferðir til innritunar og töskuafhendingar. Við mælum með að farþegar nýti sér sjálfsafgreiðslustöðvar sem mörg flugfélög bjóða nú upp á, en þær eru opnar allan sólarhringinn.. Athugið að nú verður innritun hjá WOW Air, Primera Air og Icelandair opin til reynslu frá kl 01:00 í júní. Þeir sem eiga morgunflug með þessum flugfélögum geta því innritað sig frá kl 01:00 og notið þjónustu og veitingastaða.

Sjá innritunarmöguleika þíns flugfélags

Öryggisleit

Til að öryggisleit gangi fljótt og vel fyrir sig mælum við með að farþegar séu tilbúnir með vegabréf/brottfararspjald og allan handfarangur sem þarf að skima.
Við mælum með að þú sért búin/n að:

  • setja snyrtivörur, ilmvötn og annan vökva (undir 100 ml hver eining) í glæra plastpoka og hafðu þá á stað sem þú ert fljót(ur) að finna því pokana þarf að skima sérstaklega.
  • taka fartölvu og önnur stærri rafmagnstæki úr tösku.
  • fara úr yfirhöfn og jakka, taka af þér belti og tæma vasa.
  • Þú gætir verið beðin(n) um að fara úr skónum og láta skima þá.
  • Öryggisleitin er opin nánast allan sólarhringinn eða kl 03.30 – 01.00.

Sjá frekari upplýsingar um öryggisleit
Taktu lífinu með ró

Fjöldi verslana og veitingastaða bíða þín í endurbættri flugstöð og við bjóðum frítt, ótakmarkað þráðlaust net og hleðslustöðvar fyrir síma og önnur tæki.

Sjáðu úrval verslana og veitingastaða í flugstöðinniGjaldeyrisþjónusta

Nú getur þú pantað gjaldeyrinn þinn fyrirfram og sótt hann tilbúinn í brottfarasal flugstöðvarinnar. Þannig sparar þú þér bæði bið og fyrirhöfn. 

Panta gjaldeyri hjá Arion banka

Endurgreiðsla á vsk

Arion banki endurgreiðir virðisauka í afgreiðslu í komusal móts við bílaleigurnar. Opnunartími fylgir flugtímum. Sækja þarf endurgreiðsluna áður en innritun fer fram og sýna þarf varninginn sem sækja á endurgreiðslu fyrir.

Sjá frekari upplýsingar og staðsetningu