TáknVeður á Keflavíkurflugvelli       2°C      4 m/s

Farangur

Almennar upplýsingar um frágang og merkingar farangurs.

Flutningsaðili má neita fólki að ferðast með meiri farangur en reglur um almennan farangur segja til um. Því er mjög mikilvægt að tilkynna flutningsaðila fyrirfram ef áætlað er að ferðast með umframfarangur. Hægt að taka frá rými fyrir rúmfrekan farangur í farmrými vélarinnar.

Frágangur og merkingar á farangri

Allur farangur sem innrita skal verður að vera vel frágenginn í ferðatöskum eða traustum kössum til að tryggja öruggan flutning og meðhöndlun og nógu sterkur til að standast þrýsting við venjulega farangurshleðslu.

Forðist að pakka verðmætum, brothættum eða viðkvæmum hlutum í innritaðan farangur.

Vinsamlega fjarlægið gamlar farangursmerkingar frá fyrri ferðum. Hver einstök taska eða kassi verður að vera vel merktur innan sem utan með nafni farþega og áfangastað.

Eftirfarandi eru tenglar fyrir heimasíður Icelandair og WOW air sem tilgreina leyfileg mörk á farangri og fleira:

Icelandair

WOW - Spurt og svarað

Farangurstryggingar

Vegna takmarkana á ábyrgð sem tekin er á farangri mælum við með að farþegar tryggi farangur sinn.

Tapað/Fundið

Ef þú hefur tapað farangri eða vöru smelltu þá hér.


Töskugeymsla