TáknVeður á Keflavíkurflugvelli       2°C      4 m/s

Bannaðir hlutir

Leiðbeiningar vegna hættulegra hluta sem bannaðir eru á öryggissvæðum flugþjónustusvæðis og um borð í loftförum.

Hér að neðan er að finna lýsingar á hugsanlegum vopnum sem bannað er að fara með inn á öryggissvæði flugstöðva eða flytja með sér í farþegarými loftfara. Áréttað er að heilbrigð skynsemi er ofar öðru til ákvörðunar um hvaða hluti hugsanlega væri hægt að nota sem vopn og einnig að listinn er engan veginn tæmandi.

Skotvopn: Vopn eða tæki sem hægt er með sprengikrafti, samanþjöppuðu lofti eða á annan sambærilegan hátt að skjóta úr kúlum, höglum eða öðrum skeytum. Undir skotvopn heyra líka svokallar startbyssur og neyðarskotbyssur.

Bitvopn og stunguvopn: Allir hnífar, s.s. veiðihnífar, dúkahnífar, ýmis egg- eða stunguvopn sem notuð eru við bardagaíþróttir, sverð og rýtingar.

Kylfur: Allar kylfur, þ.m.t. hornboltakylfur, kylfur sem notaðar eru við bardagaíþróttir, lögreglukylfur, golfkylfur og ísknattleikskylfur.

Skotfæri, sprengiefni, eldfim og tærandi efni: Hvers konar skot eða skeyti sem gerð eru til að skjóta úr skotvopnum, flugeldar, reyk- og/eða hvellsprengjur, ýmiskonar skrauteldar, eldfimir vökvar, gas og öll tærandi efni.

Sjálfsvarnarvopn: Táragasefni (mace) og rafmagnskylfur af öllum tegundum (stunning/shocking devices).

Önnur tæki og tól: Ísnálar, rakhnífar, oddhvöss skæri og aðrir hlutir sem hægt er að nota sem vopn.

Eftirlíkingar: Allar eftirlíkingar vopna, skotfæra, sprengiefna og/eða annarra hluta sem líkjast vopnum.

Sjá nánari upplýsingar á eftirfarandi vefslóð: http://ec.europa.eu/transport/modes/air/security/doc/info_travellers_restricted_art.pdf