TáknVeður á Keflavíkurflugvelli       7°C      7 m/s

Takmörkun á vökva

Leiðbeiningabæklingur

Farþegum er einungis leyfilegt að hafa takmarkað magn vökva í handfarangri.

Spurt og svarað

Hvaða vökva og hversu mikinn vökva má ferðast með í handfarangri?
Vökva má ferðast með í handfarangri að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum:

Hver eining umbúða má að hámarki rúma 100 millilítra (1dl) af vökva.

  • Allar umbúðirnar verða að rúmast í gegnsæjum eins (1) lítra plastpoka sem hægt er að lokameð plastrennilás.
  • Hverjum farþega er heimilt að hafa með sér einn poka.
  • Með umbúðum er átt við flöskur, túpur, hylki og annað sem getur innihaldið vökva.
  • Gosflöskur og dósir eru flestar stærri en 100 ml (1dl) og eru því ekki leyfðar inn fyrir öryggishlið flugverndar.

Get ég tekið lyf, barnamat eða matvæli í vökvaformi með mér í handfarangri?
Já, eftirfarandi er leyfilegt:

  • Lyf merkt notanda í magni sem dugir meðan á flugferð stendur.
  • Barnamat.
  • Matvæli vegna sérstaks mataræðis.

Farþegi gæti þurft að færa sönnur á innihald óski öryggisverðir eftir því.

Hvað er vökvi?
Allur vökvi, gel, krem, smyrsl, úðaefni, o.s.frv. hvort sem er í flöskum, þrýstibrúsum, túpum eða öðrum umbúðum.

Algengir hlutir sem fólk hefur með sér og flokkast undir vökva eru t.d., gosdrykkir, áfengi, ilmvötn, rakakrem, tannkrem, varagloss, hárlakk, sápur, sjampó.

Má taka drykkjarföng í gegnum öryggisleit?
Engin drykkjarföng eru leyfð umfram það magn og umbúðartærð sem að ofan greinir. Drykkjarföng í fjölbreyttu úrvali fást keypt innan flugverndarsvæðis í flugstöð.

Má taka matvöru í gegnum öryggisleit?
Já, leyfilegt er að taka matvöru í gegnum öryggisleit. Matvara í vökvakenndu formi er leyfð í 100 ml. umbúðum í 1 lítra plastpoka sem hægt er að loka með plastrennilás.

Má taka linsuvökva í gegnum öryggisleit?
Já, leyfilegt er að taka linsuvökva í gegnum öryggisleit að hámarki 100 millilítra (1dl) hver eining í 1 lítra plastpoka sem hægt er að loka með plastrennilás.

Má taka andlitspúður með í gegnum öryggisleit?
Já, allar snyrtivörur sem eru í föstu formi, þar með talið púður og varalitir.

Má taka rafhlöður með í gegnum öryggisleit?
Já, en lithium rafhlöður er ekki leyfilegar í innrituðum farangri.

Get ég keypt snyrtivörur, drykki og vökvakennd matvæli eftir að komið er í gegn um öryggisleit í flugstöðinni?
Já, slíkir vökvar og vökvakennd efni eru seld á biðsvæði flugstöðvarinnar og þau má hafa með um borð í flugvél með ákveðnum takmörkunum sem gilda um framhaldsflug.