TáknVeður á Keflavíkurflugvelli       2°C      4 m/s

Tollfríðindi ferðamanna

Almennt er skilyrði tollfríðinda að ferðamenn hafi varninginn meðferðis við komu frá útlöndum. Þó er heimilt að leyfa tollfrjálsan innflutning farangurs sem orðið hefur viðskila við eiganda, enda sýni hann fram á með vottorði tollgæslunnar að hann hafi ekki nýtt sér rétt til niðurfellingar þegar hann kom til landsins. Ennfremur er tollfrelsi bundið við varning sem ætlaður er til persónulegra nota viðkomandi, fjölskyldu hans eða til gjafa. Tollfríðindi ferðamanna taka ekki til varnings sem ætlaður er til sölu eða er fluttur inn í atvinnuskyni.

Ferðamaður getur þurft að sýna fram á að varningur sem hann hefur meðferðis við komu til landsins uppfylli skilyrði fyrir tollfrelsi. Getur því t.d. verið ráðlegt fyrir hann að halda til haga reikningum vegna hluta sem keyptir eru í ferð. Ennfremur getur verið mikilvægt að hann geti sýnt fram á að tiltekinn verðmætur hlutur sem hafður var með í ferð hafi verið fenginn hér á landi.

Búsettir á Íslandi

Búsettir erlendis

Innflutningstakmarkanir

Tollafgreiðsla

Reiðufé