TáknVeður á Keflavíkurflugvelli       7°C      7 m/s

Búsettir erlendis

Ferðamenn sem búsettir eru erlendis, er heimilt að hafa með sér án greiðslu aðflutningsgjalda fatnað, sængurföt, viðlegubúnað og annan ferðabúnað (þ.m.t. matvæli og aðrar vistir) til eigin nota á ferðalaginu, enda geti varningur þessi talist hæfilegur og eðlilegur miðað við tilgang ferðalagsins, dvalartíma viðkomandi hérlendis og hagi hans að öðru leyti og varningurinn verði ennfremur fluttur úr landi við brottför eiganda að svo miklu leyti sem hann eyðist ekki hérlendis.