TáknVeður á Keflavíkurflugvelli       2°C      4 m/s

Þjónusta og aðstaða

Við erum hluti af góðu ferðalagi

Keflavíkurflugvöllur hefur hlotið fjölda þjónustuverðlauna í gegnum árin í samkeppnum sem byggja á einkunnagjöfum farþega. Slík verðlaun eru okkur sem störfum á Keflavíkurflugvelli mikilvæg og kappkostum við stöðugt við að mæta auknum kröfum farþega til hraða, þæginda og þjónustu. Aðstaða á Keflavíkurflugvelli uppfyllir því allar ströngustu gæðakröfur.

Hönnun á innviðum flugstöðvarinnar tekur fyrst og fremst mið af þörfum ferðalangsins. Nútímalegar skreytingar og bjart umhverfi stuðla að þægilegu og afslappandi andrúmslofti.

Stefna Keflavíkurflugvallar er sú að öll þjónusta gangi hratt og vel fyrir sig og að ferðin í gegnum stöðina sé sem ánægjulegust.