TáknVeður á Keflavíkurflugvelli       2°C      4 m/s

Fyrir börnin

Yngstu farþegarnir fá litabók og liti að gjöf þegar farið er í gegnum vopnaleit, bækurnar og litina er einnig er hægt að nálgast á þjónustuborði á verslunar- og veitingasvæði og í Suðurbyggingu. Litabækurnar eru með myndum af íslensku dýrunum og áhugaverðum staðreyndum um þau.

Lego borð er á verslunar- og veitingasvæði.

Barnakerrur eru staðsettar í innritunarsal flugstöðvarinnar, kerrurnar eru hugsaðar fyrir litlu farþegana sem eru á leið í ferðalag. Kerrurnar eru fyrir börn frá 6 mánaða aldri og þola allt að 20 kg.