TáknVeður á Keflavíkurflugvelli       7°C      7 m/s

Rútur

 

Flugrútan

Flugrútan hefur för frá Umferðamiðstöðinni BSÍ samkvæmt tímatöflu.

Á leiðinni til Keflavíkurflugvallar eru farþegar teknir upp við Aktu taktu í Garðabæ og við Fjörukrána í Hafnarfirði (pantað í síma 562-1011).

Flugrútan fer frá Keflavíkurflugvelli 35-40 mínútum eftir komu hvers farþegaflugs. Farþegar eru beðnir um að fylgjast með brottfarartíma á skjám í flugstöðinni eða leita upplýsinga hjá upplýsingaborði Flugrútunnar sem er staðsett í komusal. Endastöð Flugrútunnar í Reykjavík er á Umferðamiðstöð BSÍ, en á leiðinni er stoppað við Fjörukrána í Hafnarfirði og við Bitabæ í Garðabæ, sé þess óskað við brottför frá Keflavík.

Flugrútan netfang: main@re.is

Heimasíða: www.flugrutan.is

 

Airport Direct

Airport Direct ekur á milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og umferðarmiðstöðvar Airport Direct á Fiskislóð 16. Rútan stöðvar tvisvar á leiðinni, annars vegar í Hamraborg og hinsvegar á Hlemmi. Möguleiki er á að bæta við tengingu við hótel og strætóstoppistöðvar þar sem farþegar eru sóttir eða skutlað á það hóteli sem þeir óska eftir.

Airport Direct býður einnig uppá þjónustu sem er keyrð í 8 manna rútum. Sú þjónusta er ætíð beint að dyrum ef gist er miðsvæðis. Auk þess þurfa viðskiptavinir ekki að skipta um rútu á leiðinni.
Allar brottfarir eru samkvæmt áætlun Airport Direct en eru brottfarir úr Keflavík unnar eftir komum allra farþegaflugvéla. Hægt er að kaupa miða í miðasölu Airport Direct, sem staðsett er í komusal beint af augum þegar komið er út í gegnum tollhlið.

Hægt er að bóka á airportdirect.is, netfang er info@airportdirect.is og símanúmer 497-8000.