TáknVeður á Keflavíkurflugvelli       2°C      13 m/s

Rútur

Airport Express

Airport Express ekur milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar (KEF) og umferðamiðstöðvar Gray Line Iceland í Holtagörðum 10 með möguleika á akstri heim að dyrum helstu hótela og gistiheimila á höfuðborgarsvæðinu. Brottför úr Keflavík tekur mið af komu flugvéla og eru brottfarir 35 -45 mínútum eftir hverja komu. Miða í allar ferðir er hægt að kaupa í miðasölu Airport Express sem staðsett er í komusal beint af augum þegar komið er út í gegnum tollhlið.

Farþegum stendur til boða að vera sóttir á öll helstu hótel og gistiheimili á höfuðborgarsvæðinu 45 mínútum fyrir auglýstan brottfarartíma frá umferðamiðstöð Gray Line Iceland í Holtagörðum.

Auk þess að bóka á www.airportexpress.is gefst farþegum kostur á að senda tölvupóst á iceland@grayline.is eða hringja í 540 1313.

Flugrútan

Flugrútan hefur för frá Umferðamiðstöðinni BSÍ samkvæmt tímatöflu.

Á leiðinni til Keflavíkurflugvallar eru farþegar teknir upp við Aktu taktu í Garðabæ og við Fjörukrána í Hafnarfirði (pantað í síma 562-1011).

Flugrútan fer frá Keflavíkurflugvelli 35-40 mínútum eftir komu hvers farþegaflugs. Farþegar eru beðnir um að fylgjast með brottfarartíma á skjám í flugstöðinni eða leita upplýsinga hjá upplýsingaborði Flugrútunnar sem er staðsett í komusal. Endastöð Flugrútunnar í Reykjavík er á Umferðamiðstöð BSÍ, en á leiðinni er stoppað við Fjörukrána í Hafnarfirði og við Bitabæ í Garðabæ, sé þess óskað við brottför frá Keflavík.

Flugrútan netfang: main@re.is

Heimasíða: www.flugrutan.is