TáknVeður á Keflavíkurflugvelli       2°C      4 m/s

Um KEF

Isavia - Hluti af góðu ferðalagi

Isavia rekur öflugt net flugvalla á Íslandi og flugleiðsöguþjónustu á einu stærsta flugstjórnarsvæði heims. Hjá Isavia og dótturfélögum vinnur samhentur hópur sem telur um 1.200 manns, að því að gera ferðalagið betra hjá öllum þeim sem fara um flugvelli okkar og flugstjórnarsvæði.

Isavia hefur nú samræmt vörumerki sín og mun til framtíðar markaðssetja alla þjónustu og flugvelli sem félagið rekur undir sama merki. Nánari upplýsingar um nýtt vörumerki er að finna hér.


Isavia er þjónustufyrirtæki í flugvallarstarfsemi og flugleiðsögu og leggur grunn að flugsamgöngum Íslands.
Framtíðarsýn okkar er að Ísland verði miðstöð flugs milli þriggja heimsálfa; Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu. Þannig stuðlum við að því að Ísland sé áhugaverður áfangastaður.

Leiðarljós okkar eru samvinna, öryggi og þjónusta. Íslendingar eru þekktir fyrir gestrisni og hlýlegar móttökur og við leggjum metnað okkar í að veita þjónustu í hæsta gæðaflokki þegar við tökum á móti okkar gestum.Opnunartími afgreiðslu Isavia í flugturni í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli er frá 8:00 - 16:00.