London Gatwick
- Dagsetning
- 30. nóv.
- Brottfartími
18:35- Flugfélag
- EasyJet
- Hlið
- D21
Brottfarir
- Ertu með allt með þér?
Vegabréfið á sínum stað?
- Gjaldeyrinn klár?
- Börn með í för?
Keflavíkurflugvöllur er staðsettur á Miðnesheiði á Reykjanesskaga, um 40 km frá miðborg Reykjavíkur. Bæði langtíma og skammtíma bílastæði eru í boði fyrir utan flugstöðvarbygginguna. Almenn bílastæði, merkt P3, henta vel fyrir lengri ferðalög og eru á hagstæðasta verðinu. Betri bílastæði, merkt P1, eru staðsett rétt fyrir utan brottfararsalinn og Úrvalsstæði eru okkar besti valkostur. Skammtímastæði henta vel ef sækja á eða koma ferðalangi í flug.
Við hvetjum farþega að mæta tímanlega þar sem raðir geta myndast á álagstímum. Innritun opnar 03.45 að morgni en að jafnaði 2,5 til 3 tímum fyrir brottför og gott er að miða komu sína á völlinn við þann tíma.
Við bendum á að fljótlegasta leiðin er að innrita sig á netinu eða í appi heiman fyrir og/eða í sjálfsafgreiðsluvélum okkar í innritunarsalnum.Netinnritun
Þetta er fljótlegasta leiðin. Þú innritar þig hjá þínu flugfélagi, annað hvort í gegnum app eða vef og færð brottfararspjaldið í símann eða með tölvupósti. Ef þú ferðast einungis með handfarangur geturðu farið beint upp í brottfararsalinn en annars þarftu að skila af þér farangrinum.
Sjálfsafgreiðsla (kiosk)
Í innritunarsalnum eru yfir 60 sjálfsafgreiðslustöðvar sem eru opnar allan sólarhringinn. Þú innritar þig með því að fylgja leiðbeiningum á skjánum og ef þú ferðast með farangur færðu útprentaðan töskumiða sem þú setur á töskuna og skilar svo farangrinum af þér. Eina sem þú þarf að hafa til taks er bókunarnúmerið eða vegabréfið. Opnunartími fyrir móttöku á farangri er kl. 03:45.
Innritun hjá flugfélagi
Þetta er seinlegasta leiðin enda eru biðraðirnar oft langar en henta þeim sem kjósa að fá aðstoð við innritunina. Innritunin fer fram í innritunarsal á 1. hæð. Þú getur skilað af þér töskunni á sama stað og færð afhent útprentað brottfararspjald.
Töskuafhending
Ef þú ferðast með farangur og notast við netinnritun eða sjálfsafgreiðslu ferðu í sjálfvirka töskuafhendingu eftir innritun. Þú skannar brottfararspjaldið þitt og taskan fer sína leið. Passa þarf að töskulímmiði sé sýnilegur.
Ef þú ferðast með sérstærðarfarangur (odd size baggage) er ekki hægt að fara í sjálfsafgreiðslu heldur þarf að fara á sérstakt svæði í innritunarsal. Skíði, golfsett, barnakerrur og barnabílstólar ásamt fleiru teljast vera sérstærðarfarangur.
Innritun með BagBee eða BagDrop
Með því að nýta þér þjónustu BagBee eða BagDrop getur þú innritað farangurinn áður en þú kemur á flugvöllinn. Með þessu getur þú sparað tíma og farið beint í öryggisleit þegar á flugvöllinn er komið.
Eftir innritun liggur leiðin upp á aðra hæð í öryggisleitina en fyrst þarf að fara í gegnum aðgangsstýringarhlið með því að skanna brottfararspjaldið. Ef þú ert með vökva eða óleyfilega hluti í handfarangri þínum, getur þú nýtt þér þar til gert svæði til að losa þig við það áður en þú ferð í öryggisleit.
Vinsamlegast kynntu þér reglur öryggisleitar áður en ferðalagið hefst.
Fríhöfnin - Duty Free Iceland rekur þrjár verlsanir á Keflavíkurflugvelli. Helstu vöruflokkar Fríhafnarinnar eru: íslenskar og alþjóðlegar snyrtivörur, sælgæti, tóbak, vín og áfengi.
Keflavíkurflugvöllur býður upp á fjölbreytt úrval veitinga- og barstaða sem eru undanþegnir virðisaukaskatti.
Hér eru nokkrir staðir sem vert er að skoða: Bakað: Pítsur, samlokur, sætabrauð og hollir safar. Hjá Höllu: Veitingastaður með eldbakaðar pizzur. Jómfrúin: Danskt Smørrebrød. Sbarro: Nýbakaðar pizzur, pasta, morgunmatur og margt fleira. Njóttu máltíðarinnar á meðan að þú býður eftir fluginu.
Allar verslanir á Keflavíkurflugvelli er undanþegnar virðisaukaskatti. Sparaðu á vörum eins og áfengi, snyrtivörum og raftækjum.
Margar verslanir bjóða upp á íslenskar gæða vörur, þar á meðal fallegan fatnað, húðvörur og einstakt handverk.
Á meðan þú bíður eftir fluginu getur verið gaman að skoða verslanirnar, smakka á kræsingum og uppgötva einstakar vörur á betra verði.
Í flugstöðinni eru skjáir víða með flugupplýsingum og upplýsingum um brottfararhlið. A og C hliðin eru fyrir flug innan Schengen svæðisins en D hlið eru fyrir utan Schengen (flug til Bandaríkjanna og Bretlands til dæmis).
Þú munt hefja þig til flugs innan skamms. Þú situr örugglega inn í vél í þungum þönkum. Við óskum þér ánægjulegs ferðalags og vonumst til að sjá þig fljótt aftur!