Samgöngur
Leigubílastæði
Núverandi gjald fyrir leigubílaþjónustu við flugstöðina í Keflavík tók gildi árið 2023, með það að markmiði að bæta umferðarskipulag og aðstöðu fyrir bílstjóra.
Aðgangsstýrt svæði er eingöngu fyrir leigubílstjóra með gilt atvinnuleyfi samkvæmt lögum nr. 120/2022.
Umsókn um aðgang er rafræn og hægt er að fylla hana út hér fyrir neðan. Aðeins þeir sem hafa fullt atvinnuleyfi geta keypt aðgang; skilyrt leyfi eru ekki gild.
Verð fyrir staka ferð er 490 krónur.
Rútustæði
Gjaldtaka fyrir hópbifreiðar við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli felst einungis í gjaldi fyrir sótta farþega en ekki fyrir farþega sem sleppt er út. Athugið að skilmálar um aðgang að hópbifreiðasvæðinu voru uppfærðir 23. júní 2021.
Verðskrá (gildir til 30. sept 2024)
Stakt gjald fyrir hverja ferð 19 eða færri farþega: 3.200 kr.
Stakt gjald fyrir hverja ferð 20 - 45 farþega: 7.400 kr.
Stakt gjald fyrir hverja ferð 46 eða fleiri farþega: 9.900 kr.
Breyting á gjaldskrá á fjarstæðum fyrir rútur
Frá og með 1. október 2024 tekur gildi ný gjaldskrá fyrir hópferðabifreiðar við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Fjöldi gjaldflokka hefur verið aukinn og verðleiðrétting hefur verið gerð, sú fyrsta í rúm fimm ár. Nýja gjaldskráin verður þá sem hér segir:
Verðskrá (gildir frá 1. okt 2024 - 1. maí 2025)
– gjaldið tekur breytingum 1. maí ár hvert í samræmi við neysluverðsvísitölu.
Stakt gjald fyrir 10 eða færri farþega: 2.990 kr.
Stakt gjald fyrir hverja ferð 11 - 19 farþega: 4.390 kr.
Stakt gjald fyrir hverja ferð 20 - 45 farþega: 9.900 kr.
Stakt gjald fyrir hverja ferð 46 eða fleiri farþega: 13.490 kr.
Verðskrá fyrir stórnotendur
Þessi verðskrá gildir fyrir stórnotendur sem nota bílastæðin P3 og P1 við Keflavíkurflugvöll. Hún nær aðeins til ökutækja skráðra fyrir 7 farþega eða færri, með heildarþyngd undir 3.500 kg og sem ekki eru notuð í atvinnuskyni.
Stórnotendur eru skilgreindir sem:
KEF Parking Standard (ársviðskipti yfir 2.000.000 kr.)
KEF Parking Plus (ársviðskipti yfir 20.000.000 kr.)
Aðeins notendur með virka reikninga í skilum hjá Isavia ohf. geta nýtt þessa þjónustu. Almenn verðskrá gildir að öðru leyti. Verðskráin tók gildi 1. júlí 2023 og uppfærist árlega 1. maí í samræmi við vísitölu neysluverðs.