Sumarstarf 2025 – Sérhæfð viðhaldsstjórnun
Við leitum að þjónustulunduðum, ábyrgum og úrræðagóðum einstaklingum til að sinna störfum í sérhæfðri viðhaldstjórnun á Keflavíkurflugvelli. Starfið felst í því að vera fyrsta viðbragð við öllum þeim bilunum og frávikum sem verða í búnaði okkar, boðið er upp á góða þjálfun og kennslu á búnað okkar. Óskað er eftir snyrtilegum einstaklingum 20 ára og eldri sem hafa áhuga á að vinna í fyrirtæki þar sem umhverfi, öryggi og framúrskarandi þjónusta eru höfð að leiðarljósi. Um er að ræða fullt starf næstkomandi sumar.
Gestir okkar og viðskiptafélagar eru bæði íslenskir og erlendir og því gerum við kröfu um góða tungumálafærni í öllum störfum.
Sumarstörf á flugvallarsvæðinu eru bæði fjölbreytt og krefjandi en við kappkostum að veita starfsfólki gott vinnuumhverfi og góðan starfsanda. Við bjóðum upp á fyrsta flokks mötuneyti og allt starfsfólk fær aðgang að líkamsræktarstöðvum meðan það er í starfi hjá Isavia.
Allir umsækjendur þurfa að standast bakgrunnsathugun lögreglu og framvísa hreinu sakarvottorði íslensku sem erlendu þar sem við á, í lokaskrefi umsóknarferilsins. Þá þurfa þeir sem fá boð um starf að geta sótt undirbúningsnámskeið áður en þeir hefja störf og standast próf í lok námskeiðsins. Tímalengd námskeiða fer eftir eðli starfa.
Þetta er umsókn um starf í sérhæfðri viðhaldstjórnun
Isavia leitar að ábyrgum og úrræðagóðum einstaklingum til að sinna störfum sem umsjónarmenn fasteigna í sérhæfðri viðhaldsstjórnun á Keflavíkurflugvelli í sumar. Deildin sinnir margvíslegum verkefnum á flugvellinum sem snúa bæði að fyrsta viðbragði við bilunum og frávikum sem koma upp, einnig fyrirbyggjandi verkefnum til að koma í veg fyrir bilanir og eða tjón. Daglegum viðgerðum á verkstæði sem og bilanagreiningum og viðhaldsverkefnum á búnaði í flugstöðinni. Það getur m.a. verið viðhaldi á landgöngu brúm, farangurskerfum, ásamt flestu öðru í flugstöðinni aðgangsstýringar- og myndavélakerfum, flugverndarbúnaði, skjáupplýsinga- og hljóðkerfi sem og bílastæðabúnaði. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf á frábærum vinnustað.
Menntunar – og hæfniskröfur
- Nemi og eða sveinspróf í rafeindavirkjun, rafvirki eða sambærileg menntun og eða reynsla
- Grunnþekking á uppbyggingu og rekstri almennra fjarskipta- og netkerfa
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Góð tölvukunnátta er skilyrði
Úrvinnsla umsókna mun hefjast um leið og þær berast og byrjað verður að ráða í störfin áður en umsóknarfrestur rennur út. Við hvetjum því áhugasama einstaklinga, án tillits til kyns og uppruna til að sækja um sem allra fyrst.
Nánari upplýsingar um Isavia má finna hér á heimasíðu okkar.
Frekari upplýsingar um störfin eða umsóknarferlið veita mannauðsráðgjafar Isavia á netfanginu [email protected]