Sumarstarf 2025 – Notendaþjónusta
Við leitum að þjónustulunduðum og glaðlyndum einstaklingum til að sinna þjónustu við móður og dótturfélög Isavia. Flugfélög, farþega, starfsfólk og aðra viðskiptafélaga okkar á Keflavíkurflugvelli. Óskað er eftir snyrtilegum einstaklingum 20 ára og eldri sem hafa áhuga á að vinna í fyrirtæki þar sem umhverfi, öryggi og framúrskarandi þjónusta eru höfð að leiðarljósi. Um er að ræða heilsdagsstörf næstkomandi sumar.
Gestir okkar og viðskiptafélagar eru bæði íslenskir og erlendir og því gerum við kröfu um góða tungumálafærni í öllum störfum.
Sumarstörf á flugvallarsvæðinu eru bæði fjölbreytt og krefjandi en við kappkostum að veita starfsfólki gott vinnuumhverfi og góðan starfsanda. Við bjóðum upp á fyrsta flokks mötuneyti og allt starfsfólk fær aðgang að líkamsræktarstöðvum meðan það er í starfi hjá Isavia.
Allir umsækjendur þurfa að standast bakgrunnsathugun lögreglu og framvísa hreinu sakarvottorði í lokaskrefi umsóknarferilsins. Þá þurfa þeir sem fá boð um starf að geta sótt undirbúningsnámskeið áður en þeir hefja störf og standast próf í lok námskeiðsins. Tímalengd námskeiða fer eftir eðli starfa.
Þetta er umsókn um starf í notendaþjónustu
Isavia óskar eftir að ráða sumarstarfsmenn í Notendaþjónustu Isavia á Keflavíkurflugvelli. Helstu verkefni er þjónusta við notendur, uppsetningar og viðhald á tölvum. Aðstoða kerfisstjóra við uppsetningu á vél- og hugbúnaði. Önnur tilfallandi verkefni í samráði við stjórnendur.
Góð þekking á Microsoft lausnum og IP kerfum er kostur og þjónustulund og hæfni til að vinna sjálfstætt. Vinnutími hjá notendaþjónustunni er frá 8-16:00
Úrvinnsla umsókna mun hefjast um leið og þær berast og byrjað verður að ráða í störfin áður en umsóknarfrestur rennur út. Við hvetjum því áhugasama einstaklinga, án tillits til kyns og uppruna til að sækja um sem allra fyrst.
Nánari upplýsingar um Isavia má finna hér á heimasíðu okkar.
Frekari upplýsingar um störfin eða umsóknarferlið veita mannauðsráðgjafar Isavia á netfanginu [email protected]