Brennur þú fyrir umhverfismálum og hefur áhuga að starfa í öflugu teymi í líflegu og einstöku starfsumhverfi? Við erum að leita að einstaklingi sem býr yfir krafti og metnaði til að ná árangi í umhverfismálum og vill slást í för með okkur. Viðkomandi mun starfa í deild umhverfismála og mun vinna að framkvæmd og eftirliti með umhverfismálum félagsins í samræmi við stefnu og aðgerðaráætlun í málaflokknum.
Helstu verkefni:
- Ber ábyrgð á rekstri umhverfisstjórnunarkerfi Isavia ohf.
- Sinnir verkefnum tengdum starfsleyfi Keflavíkurflugvallar
- Vinnur að framfylgd stuðningsstefnu um sjálfbærni
- Vinnur fjölbreytt umhverfisverkefni í samræmi við stefnu og aðgerðaráætlun
- Gagnaöflun, framsetning gagna og eftirlit með umhverfismælingum
- Samstarf og samráð við hagaðila
- Stuðla að aukinni umhverfisvitund hagaðila
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. umhverfis- og auðlindafræði
- Góð þekking og áhugi á umhverfismálum og málefnum tengdum starfinu
- Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
- Áhugi á sjálfbærni og vilji til að læra og þroskast í starfi skilyrði
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt hugarfar og þjónustulund
- Góð tölvukunnátta og hæfni til að miðla upplýsingum í ræðu og riti
Starfsstöð er í Hafnarfirði.
Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.
Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í hádeginu, farsímaáskrift og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.
Umsóknarfrestur er til og með 19.01.2025.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Egill Björn Thorstensen, í gegnum netfang [email protected].
Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.
Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.