ÞJÓÐLEG HÖNNUN

OG ÍSLENSK MENNING

Íslensk menning og saga var innblástur fyrir hönnuði verslunarsvæðisins og heildarhönnun þess endurspeglar sérstöðu og margbreytileika landsins. Fjölmargir íslenskir hönnuðir og arkitektar komu að ferlinu, bæði við hönnun svæðisins í heild og einstakra verslana og veitingastaða.

STÖÐUGUR VÖXTUR

SPENNANDI FRAMTÍÐ

Keflavíkurflugvöllur var lagður af Bandaríkjaher í síðari heimsstyrjöld og var opnaður 23. mars 1943. Hann hefur gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu almannaflugs á Íslandi og tengt landið við Evrópu og Norður-Ameríku.

Frá því flugstöðin á Keflavíkurflugvelli var vígð árið 1987 hefur ótrúlega margt breyst. Fjöldi farþega hefur fimmfaldast og mikil uppbygging átt sér stað á flugvellinum. Á næstu árum gera spár ráð fyrir enn meiri vexti og að heildarfjöldi farþega verði orðinn um sjö milljónir árið 2020. Alls fljúga 20 flugfélög til og frá Íslandi í sumar og áætlaður farþegafjöldi er 4,5 milljónir. Fjölgun farþega hefur kallað á stækkun mannvirkjanna sem hefur farið fram í nokkrum áföngum og mun halda áfram næstu árin. Hér getur að líta yfirlit yfir þróun Keflavíkurflugvallar, flugstöðvarinnar og fleiri fróðleiksmola um starfsemina.

 

Timalina_WEB