Yfir 750 þúsund gestir í september

Í nýliðnum septembermánuði fóru 751.376 gestir um Keflavíkurflugvöll (KEF). Það gerir -5% færri en í september árið á undan.
Alls flugu 27 flugfélög til 77 áfangastaða. Vinsælustu áfangastaðirnir voru Kaupmannahöfn, London, New York, Amsterdam og París.
Mest var að gera 7. september þegar yfir 31 þúsund gestir fóru um völlinn.

Samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu voru brottfarir Íslendinga tæplega 59 þúsund í september. Það gerir 14% fleiri en í sama mánuði árið á undan. Frá áramótum hafa Íslendingar farið utan um 556 þúsund sinnum, sem er 20% aukning frá sama tíma í fyrra.
Brottfarir erlendra gesta frá landinu voru um 224 þúsund í septembermánuði. Flestar brottfarir voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna eða 74 þúsund (33% af heild allra brottfara erlendra gesta), því næst Þjóðverjar sem voru 17 þúsund (8% af heild), Kínverjar sem voru 14 þúsund (6% af heild), Bretar sem voru 13 þúsund (6% af heild) og loks Spánverjar sem voru 11 þúsund (5% af heild).