Vinnustaðurinn
Lífið er ferðalag, njóttu hverrar mínútu.Lífið er ferðalag, njóttu hverrar mínútu.
Við erum einn stærsti og líflegasti vinnustaður landsins. Hér stíga landsmenn fyrstu skrefin í átt að nýjum ævintýrum og erlendir gestir hefja Íslandsdvöl sína eða halda leið sinni áfram út í heim. Isavia sem annast rekstur og þróun Keflavíkurflugvallar, eða KEF er sömuleiðis stórt samfélag með umfangsmikla starfsemi.
Viltu vera með?
Hjá okkur hefur starfsfólk tækifæri til að eflast, þróast og nýta hæfni sína og styrkleika í starfi. Saman vinnum við að því að tryggja einstaka upplifun fyrir viðskiptavini okkar, farþegana og flugfélögin sem eiga leið um flugvöllinn. Hvert og eitt okkar spilar lykilhlutverk í að skapa eftirminnilega upplifun fyrir ferðalanga og veita flugfélögum og samstarfsaðilum góðan stuðning. Vertu hluti af öflugu teymi og taktu þátt í að móta framtíðina á einum stærsta og líflegasta vinnustað landsins.
Sem stór vinnustaður eru tækifærin mýmörg þar sem þú getur lagt þitt af mörkum, allt frá rekstri til þjónustu við viðskiptavini. Við bjóðum einnig ár hvert spennandi tækifæri fyrir nemendur til að hefja sinn starfsferil í styðjandi umhverfi.
Störf í boði
Af hverju Isavia?
- Menning Við leggjum áherslu á að rækta fjölbreytta menningu, þar sem hver einstaklingur fær að njóta sín og blómstra. Við trúum því að þegar starfsfólkið okkar finnur fyrir öryggi og trausti til að vera það sjálft, þá skapast alvöru framför – fyrir þau, fyrirtækið og viðskiptavinina.
- Styrkleikamiðað vinnurými Veldu þitt fullkomna vinnurými í nútímalegum skrifstofum okkar í Hafnarfirði, Reykjanesbæ eða KEF. Hjá okkur finnur þú bæði róleg svæði til að einbeita þér og samvinnusvæði til teymisvinnu, öll búin nýjustu tækni til að auka framleiðni og þægindi.
- Samgöngur og mötuneyti Við bjóðum upp á samgöngur og rútuþjónustu frá höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesbæ, sem gerir daglegar ferðir þínar auðveldar. Í vinnunni bjóðum við upp á niðurgreiddar, næringarríkar máltíðir og frábært kaffi í nútímalegum mötuneytum, allt í líflegu og vingjarnlegu umhverfi.
- Vellíðan Taktu þátt í víðtækum þjálfunarnámskeiðum, reglulegum heilsufarsskoðunum og virkri lýðheilsustefnu. Við bjóðum upp á stuðningsríkt vinnuumhverfi sem inniheldur líkamsræktarstyrki, heilsuverndarþjónustu og ýmsar athafnir sem ætlaðar eru til að halda starfsfólki okkar heilbrigðu.
- Liðsandinn Kraftmikill samfélagsandi okkar skín í gegn á tíðum félagsviðburðum. Með virku starfsmannafélagi er alltaf eitthvað spennandi framundan, sem eykur bæði gleði og ánægju í vinnunni.
Frekari upplýsingar
Viltu vita meira?
- Allar umsóknir fara í gegnum ráðningarvefinn nema annað sé tekið fram.
- Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.
- Umsækjendur fá staðfestingu á móttöku umsóknar í tölvupósti.
- Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.
- Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um Þjóðskjalasafn Íslands.
- Aðeins mannauðsráðgjafar og stjórnandi þess sviðs sem auglýst starf tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast.
- Allt starfsfólk sem hefur störf hjá okkur þarf að standast bakgrunnsskoðun Ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.
Við leitumst við að hafa vinnutímann sveigjanlegan þar sem það er hægt að koma því við. Jafnframt leggjum við áherslu á að það sé jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
Starfsfólk setur fram óskir um vaktir eða daga sem þeim hentar að vinna innan tímabilsins, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, t.d. varðandi hvíldartíma. Þegar óskir starfsfólks liggja fyrir eru óskir heildarinnar skoðaðar út frá mönnunarþörf hverju sinni og gerðar breytingar ef þurfa þykir. Markmið okkar er að mæta óskum starfsfólks að mestu leyti og að lágmarki 50%.
2-2-3 Tveggja vikna vaktarúlla þar sem unnið er ýmist tvo eða þrjá daga í senn og frídagar eru jafnmargir á móti. Vaktirnar eru 12 tímar en vinnutími fer eftir deildum. Vaktakerfið er sett upp í tveggja vikna tímabil sem raðast til dæmis svona: Frí frá föstudegi til sunnudags, vinna mánudag og þriðjudag, frí miðvikudag og fimmtudag, vinna frá föstudegi til sunnudags, frí mánudag og þriðjudag, vinna miðvikudag og fimmtudag.
5-5-4 Vaktarúlla þar sem skipst er á að vinna fimm eða fjóra daga í senn. Vaktirnar eru 12 tímar en vinnutími fer eftir deildum. Kerfinu er stillt upp þannig að starfsfólk byrjar á að vinna í fimm daga, er svo í fríi í fimm daga og vinnur síðan í fjóra daga. Því næst er frí í fimm daga, vinna í fimm daga og frí í fjóra daga.
Stefnan byggir á stefnu Isavia og uppfyllir kröfur í lögum og reglugerðum. Ásamt þvi tekur hún til allrar starfsemi samstæðunar, starfsfólk skal virða hana í öllum störfum sínum fyrir félagið.
Við leggjum áherslu á að starfsfólk sýni hvert öðru virðingu og sé heiðarlegt gagnvart sjálfu sér og öðrum. Félagið er í fararbroddi sem vinnustaður þar sem jafnrétti og traust ríkir. Stefna okkar í mannauðs- og jafnréttismálum er að skapa gott starfsumhverfi þar sem starfsfólk er hvatt til að viðhalda gleðinni, vera hugrakt, uppbyggilegt og um leið að taka ábyrgð á eigin frammistöðu. Við náum árangri sem ein heild.
Öflug stjórnun Við gerum kröfu til allra sem sinna stjórnunar- og leiðtogahlutverki að þau komi fram af virðingu, stuðli að valdeflingu, séu hvetjandi og byggi upp traust og góða liðsheild. Stjórnendur og leiðtogar ganga fram með góðu fordæmi með því að hafa skýra framtíðarsýn og veita reglulega og uppbyggilega endurgjöf til starfsfólks um stefnu, hlutverk, árangur og markmið í starfi.
Ráðningar Við vöndum vinnubrögð í ráðningum og gætum ávallt hlutleysis. Við leitumst eftir að hafa starfsfólk með fjölbreyttan bakgrunn þegar litið er til kyns, aldurs, menntunar og reynslu. Við val á starfsfólki er horft til þessa þátta en einnig til ríkjandi kynjahlutfalls í starfsmannahópum með það að markmiði að stuðla að fjölbreytileika mannauðs. Við gerum starfsfólki kleift að þróast í starfi með tilfærslum milli starfa og með því að auglýsa öll laus störf, nema annað sé sérstaklega ákveðið í samræmi við verklag félagsins.
Móttaka starfsfólks og starfslok Við tökum vel á móti nýju fólki og tryggjum að það fái viðeigandi upplýsingar, þjálfun og aðföng til að sinna starfi sínu vel frá fyrsta degi. Við kveðjum þau sem láta af störfum hjá félaginu með virðingu og leitumst við að hagsmunir starfsfólks og félagsins fari saman við starfslok.
Þekking, fræðsla og starfsþróun Við tryggjum að starfsfólk fái markvissa þjálfun svo það geti tekist á við störf sín af öryggi og ánægju. Fræðsla og þjálfun byggja á fyrirliggjandi kröfum og stefnu félagsins. Við sköpum lærdómsmenningu með öflugu fræðslustarfi og hvatningu til starfsfólks til að taka ábyrgð á eigin þekkingu og hæfni. Öllu starfsfólki stendur til boða styrkir til náms utan fyrirtækisins til að efla sig enn frekar í starfi.
Starfsumhverfi Við erum líflegur og áhugaverður vinnustaður þar sem aðbúnaður og aðstaða er eins og best verður á kosið. Við sköpum starfsumhverfi sem einkennist af gagnkvæmum sveigjanleika þar sem þarfir starfs- og fjölskylduábyrgðar fara saman.
Við sköpum og viðhöldum fyrirtækjamenningu sem einkennist af trausti þar sem starfsfólk fær umboð til athafna og tekur ábyrgð á eigin frammistöðu.
Samskipti og liðsheild Samskipti okkar eru opin og heiðarleg og við komum fram við hvert annað af virðingu og leggjum hvert öðru lið við dagleg störf. Okkur er umhugað um líðan hvers annars og leggjum áherslu á jafnrétti, traust og heilsusamlegt starfsumhverfi. Við líðum hvorki né tökum þátt í einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni eða annarskonar ofbeldi. Við leggjum okkur fram við tryggja ánægju starfsfólks, fögnum sigrum og höfum gleðina ávallt að leiðarljósi.
Jafnrétti Við stuðlum að jafnrétti í öllu okkar starfi og tryggjum að allt starfsfólk fái jöfn tækifæri og möguleika á að nýta hæfileika sína í starfi. Við leitum leiða til að tryggja jafnt kynjahlutfall bæði í hópi stjórnenda og starfsfólks.
Jöfn starfskjör Við gætum fyllsta réttlætis við ákvörðun launa og tryggjum að allt starfsfólk fái greidd jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf óháð kyni. Við skuldbindum okkur til að innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi í samræmi við
kröfur jafnlaunastaðalsins og íslenskra laga hverju sinni.