Samstæðan og starfsemi
Starfsemi Isavia ohf.
Móðurfélagið Isavia ber ábyrgð á rekstri Keflavíkurflugvallar. Flugvöllurinn er að fullu rekinn á viðskiptalegum forsendum og í hörðu samkeppnisumhverfi. Í starfsemi hans liggja stærstu viðskiptatækifærin en um leið mesta rekstraráhættan.
Framkvæmdastjórn
Framkvæmdastjórn Isavia ohf.
.jpg&w=3840&q=80)
Sveinbjörn Indriðason er hagfræðingur frá Háskóla Íslands (1998). Hann starfaði hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og við áhættustýringu hjá Icelandair (1999-2005). Hann var fjármálastjóri FL Group (2005-2008) og rekstrar- og fjármálastjóri hjá Clara (2011). Sveinbjörn varð fjármálastjóri Isavia árið 2013 og forstjóri í júní 2019.

Bjarni Örn Kærnested er með B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og MBA frá Waseda háskólanum í Japan. Hann hefur starfað sem forstöðumaður á upplýsingatæknisviði hjá Össuri síðan 2019 og tók við sem framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni árið 2022. Áður starfaði hann hjá Origo og Arion banka.

Elísabet Sverrisdóttir er með B.A. í bókmenntum og MS í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og APME í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Hún starfaði hjá Hagvangi (2006-2017) og var ráðin mannauðsráðgjafi til Isavia árið 2017, mannauðsstjóri árið 2019, aðstoðarmaður forstjóra árið 2021 og framkvæmdastjóri mannauðs og menningar 2026.
.jpg&w=3840&q=80)
Ingibjörg Arnarsdóttir er með Cand. Oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í fjármálum frá Cass Business School. Hún var framkvæmdastjóri fjármála-, mannauðs- og verkefnastjórnar hjá Reiknistofu bankanna (2016-2020), framkvæmdastjóri fjármála og mannauðs (2008-2016), og framkvæmdastjóri stjórnunar- og mannauðs hjá Valitor.

Maren Lind Másdóttir er með B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og stundaði einnig meistarnám í iðnaðarverkfræði frá sama skóla. Hún hefur einnig lokið leiðtoga- og stjórnendaþjálfun hjá KVAN og Conscious Consulting og rekstrar og fjármálanámi hjá Opna háskólanum. Hún hefur starfað hjá Isavia síðan 2012, fyrst sem verkefnastjóri farangurskerfa 2012-2015, síðan sem deildarstjóri farangurskerfa 2015-2020 og þá forstöðumaður mannvirkja og innviða á Keflavíkurflugvelli 2020-2026. Tók við sem framkvæmdastjóri innviða og búnaðar í janúar 2026.

Hrönn Ingólfsdóttir er rekstrarhagfræðingur, MBA frá Háskóla Íslands. Hún er einnig með B.A. próf frá Háskóla Íslands í félags- og fjölmiðlafræði, M.A. í auglýsingastjórnun frá Michigan State Háskóla í Bandaríkjunum og M.Sc. í aðferðafræði félagsvísinda frá Háskólanum í Edinborg. Hún hefur starfað hjá Isavia frá 2013. Þar áður var hún viðskiptastjóri hjá Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi 2009-2012, framkvæmdastjóri neytendasviðs hjá Skeljungi 2008-2009, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar- og markaðssviðs hjá Flugstöð Leifs Eiríkssonar ehf. frá 2002-2008, þjónustustjóri hjá Íslandsbanka frá 2000-2002, rannsóknastjóri hjá PwC frá 1997-2000 og sérfræðingur hjá Búnaðarbanka Íslands frá 1992-1997. Hún tók sæti í framkvæmdastjórn Isavia 2026.

Bjarni Páll Tryggvason rekstrarhagfræðingur, MBA frá Háskóla Íslands. Hann er einnig með réttindi til flugumferðarstjórnunar. Hann hefur starfað hjá Isavia og fyrirrennurum þess síðan 2001, fyrst í flugumferðarstjórn og síðan fjölbreyttum verkefnum tengdum flugumferðarþjónustu og flugvöllum á Íslandi. Hann var forstöðumaður flugturns á Keflavíkurflugvelli 2020-2023 og forstöðumaður flugvallarþjónustu 2023-2026. Framkvæmdastjóri þjónustu og rekstrar frá janúar 2026.
Dótturfélög
Við eigum tvö sjálfstæð dótturfélög: Isavia ANS ehf. og Innanlandsflugvellir ehf. Þessi félög eru að fullu í eigu móðurfélagsins. Þau setja sér sína eigin fyrirtækjastefnu en vinna í samræmi við flestar stuðningsstefnur móðurfélagsins. Þetta er í takt við eigandastefnu dótturfélaga Isavia ohf. Framkvæmdastjórn hvers félags ber ábyrgð á að framfylgja sinni stefnu.


Sinnir flugleiðsöguþjónustu í innanlands- og alþjóðaflugi í flugleiðsögusvæði yfir Norður-Atlantshafi. Félagið rekur sértæka þjálfunardeild fyrir flugumferðarstjórn, flugfjarskipti, fluggagnafræði og flugupplýsingaþjónustu. Ásamt því að sinna flugprófunarverkefnum á Islandi, Grænlandi og Færeyjum.

Innanlandsflugvellir ehf. sér um rekstur íslenskra áætlunarflugvalla annarra en Keflavíkurflugvallar. Reksturinn grundvallast á þjónustusamningi félagsins við Innviðaráðuneytið sem ákvarðar þjónustustig flugvallanna, rekstur og viðhald, enda er um að ræða hluta af almenningssamgöngukerfi sem er í eigu ríkisins.

Lykiltölur 2024
Farþegar
Fjöldi farþega um alla flugvelli Isavia nam rétt rúmlega 9 milljónum árið 2024, sem er 6,5% aukning frá árinu 2023. Fjölgun var mest á Keflavíkurflugvelli eða 7,1% og á Akureyrarflugvelli um 4,7%. Fækkun var hins vegar á Reykjavíkurflugvelli um 0,4% og um 0,8% á Egilsstaðaflugvelli. Heildarfjöldi millilandafarþega um íslenska áætlunarflugvelli árið 2024 fjölgaði úr tæplega 7,8 milljónum í rúmlega 8,3 milljónir, eða um 7,2% milli ára. Mest var fjölgunin á Akureyrarflugvelli en þar fjölgaði millilandafarþegum um 40,0%. Innanlandsfarþegum fækkaði á sama tíma úr tæplega 665 þúsund í rúmlega 652 þúsund, eða um 1,9%.
Flughreyfingar
Flughreyfingar á öllum flugvöllum Isavia voru rúmlega 138 þúsund árið 2024, sem er 4,7% fækkun frá árinu á undan. Hreyfingum fækkaði um 2,3% á Keflavíkurflugvelli, um 6,8% á Reykjavíkurflugvelli, um 7,5% á Akureyrarflugvelli og 4,3% á Egilsstaðaflugvelli. Flughreyfingar á milli landa voru tæplega 68 þúsund, sem er 4,5% aukning fá árinu 2023. Þar af var fjölgunin mest á Keflavíkurflugvelli eða tæp 5,0%. Innanlands fækkaði flughreyfingum úr tæplega 80 þúsund árið 2023 í rétt rúmar 70 þúsund árið 2024, eða um 12,1%. Það skýrist vegna minni umsvifa í einka-og kennsluflugi og snertilendingum.
Vöruflutningar
Árið 2024 fóru 61,6 þúsund tonn af vörum um flugvelli félagsins, sem er 1,3% minna magn en árið á undan. Vöruflutningar á milli landa voru rétt rúmlega 60 þúsund tonn, sem er um 1,1% minna magn en árið 2023. Vöruflutningar innanlands minnkuðu hins vegar á sama tíma um 9,5% eða úr 1.333 tonnum í rúmlega 1.207 tonn.
Flugumferð
Rúmlega 200 þúsund flugvélar fóru um íslenska flugstjórnarsvæðið árið 2024, sem er fjölgun um 5,2% frá árinu 2023. Alls voru flognir rúmlega 282 milljónir kílómetra í íslenska úthafsflugstjórnarsvæðinu árið 2024, eða 7,7% fleiri en árið á undan. Umferð til og frá landinu er 33,7% af umferðinni og yfirflug 66,3%. Rúmlega þriðjungur allrar flugumferðar á leið yfir Norður-Atlantshafið fer í gegnum íslenska flugstjórnarsvæðið sem er í umsjón Isavia ANS.