Aðstoð á flugvellinum
Við á Keflavíkurflugvelli gerum okkar besta til að gera ferðalagið sem auðveldast fyrir gesti okkar og sérstaklega þá sem þurfa á aukinni aðstoð að halda.
Hvernig fæ ég aðstoð?
Við bókun flugferðar
Við bókun flugferðar er hægt að óska eftir séraðstoð hjá viðkomandi flugfélagi fyrir fólk með skerta ferðafærni. Sjá upplýsingar um þjónustu flugfélaga hér fyrir neðan.
Mikilvægt er að muna láta flugfélagið vita um óskir um séraðstoð að minnsta kosti 48 tímum fyrir brottför. Séraðstoðin fylgir flugfarþegum frá upphafi til enda ferðar sé þess óskað og er farþegum að kostnaðarlausu.
Þarftu aðstoð?
PRM farþegum býðst aðstoð á flugvellinum þeim að kostnaðarlausu.
PRM stendur fyrir „Persons with Reduced Mobility“ sem er yfirhugtak yfir einstaklinga með fötlun og/eða skerta hreyfigetu sem þarfnast aðstoðar við að komast um flugvöll og úr eða í flugvél.
Starfsfólk PRM þjónustu geta aðstoðað þig við að sækja vörur í Fríhöfninni ef þú hefur nýtt þér Dutyfree Express þjónustuna. Hún stendur eingöngu brottfarafarþegum til boða. Mikilvægt er að koma með pöntunarnúmerið þegar þú sækir vörurnar. Panta þarf vörur með að a.m.k. sólarhrings fyrirvara. Ekki er mælt með því að panta vörur með meira en viku fyrirvara. Nánari upplýsingar um Dutyfree Express pantanir má finna inni á dutyfree.is/afgreiðsla.
Við komu á flugvöllinn skaltu láta vakstjóra PRM þjónustu vita af komu þinni með einum af eftirfarandi hætti:
Í kallkerfi á sérmerktu bílastæði brottfaramegin við norðurhlið flugstöðvar.
Við innritunarborð afgreiðsluaðila viðkomandi flugfélags.
Í kallkerfi á sérmerktum stað í brottfarasal, staðsett undir appelsínugulu skilti sem á stendur „Meeting Point”.
Við brottför býðst þér aðstoð við að komast leiðar þinnar allt frá því að þú kemur á flugvöllinn og þar til þú sest í flugsætið þitt.
Mikilvægt er að þú látir vita af þér þó að þú þurfir ekki aðstoð alla leið í gegnum flugstöðina. Þannig veit vakstjóri PRM þjónustu af þér, veit hverjar óskir þínar og þarfir eru og þið getið skipulagt þjónustuna saman.
Við komu eða millilendingu býðst þér aðstoð við að komast leiðar þinnar allt frá flugsætinu þínu að næsta ferðamáta innan svæði flugvallarins.
Starfsmenn PRM þjónustu eru reiðubúnir að aðstoða þig við að:
Ná í handfarangurinn þinn
Fara frá borði flugvélar með hjálp lyftu, hjólastóla eða annarra aðstoðar eftir því sem við á
Komast á salerni
Komast frá flugvél, í gegnum landamæraeftirlit ef við á, sækja farangur og fara í gegnum tollskoðun
Komast frá komusal að næsta ferðamáta innan svæði flugvallar
Ná næsta tengiflugi
Starfsmenn PRM veita ekki aðstoð:
Við að borða og/eða drekka
Við meðhöndlun og/eða inntöku lyfja, sama í hvaða formi þau eru
Inni á salerni
Við persónuleg hreinlætisþrif
Við að versla á veitingastöðum eða í verslunum (fyrir utan að sækja Dutyfree Express pöntun fyrir eingöngu brottfarafarþega)
Mikilvægt er að tilkynna flugfélagi, umboðsaðila hans eða ferðasala, um þörf þína fyrir aðstoð með a.m.k. 48 klst. fyrir áætlaðan brottfarartíma flugs. Tilkynnið einnig ef þið ætlið að ferðast með hjálpartæki eða þjónustudýr.
Best er að panta þjónustuna þegar verið er að bóka farmiðann en ef það gleymist, eða ákveðin þjónustuþörf er ekki í boði í bókunarferlinu, skal hafa samband við flugfélagið með símtali eða tölvupósti.
Það er á ábyrgð flugfélagsins að senda PRM beiðnina þína með a.m.k. 36 klst. fyrir áætlaðan brottfarartíma flugs. Flugfélagið sem þú ferðast með sér um að bóka PRM þjónustuna á bæði brottfarar- og komuflugvöllum ferðar þinnar. Ef þjónustubeiðni berst ekki flugvellinum með þessum fyrirvara getur orðið bið á þjónustunni.
Airline Services
Eftirfarandi flugfélög fljúga til og frá KEF. Þjónustan er bókuð hjá þeim.
Þjónustusímar:
Írland: (353) 1 886-2009
Norður Ameríka: (877) 351-6882
Operated by Airport Associates
Operated by Icelandair
Þjónustusími: (+45) 7012 8022.
Special assistance - Czech Airlines
Tel:
Customer Helpline +420 284 000 602
Departures and Arrivals +420 284 000 604
Online booking assistance +420 284 000 605
Online check-in assistance +420 284 000 606
Tel: 800 984 8935
Tel: (+44) 158 227 714
Tel: (+358) 9 818 0800
Tel: +354 50 50 100.
Service center is open from 7:00 - 16:00 during weekends and from 7:00 to 17:00 during weekdays, except during public holidays.
Tel: +44 (0)203 059 8337
- Neos
Requests for special assistance are made via E-mail: [email protected]
Tel: 1-844-278-8667
- Operated by Airport Associates
Tel: +354 539-0640
E-mail: [email protected]
Önnur þjónusta
Flýtileið að hagnýtum upplýsingum um þjónustu á flugvellinum.