Bílastæði
Við mælum með að þú tryggir þér stæði áður en þú kemur á flugvöllinn. Þú færð okkar besta verð með því að bóka tímanlega.
Borgaðu seinna
Ertu ekki með bókun?
Til þess að nota Autopay þarftu fyrst að ná í forritið í símanum þínum og ljúka fljótlegu og einföldu skráningarferli. Eftir það er nóg að keyra inn og út af bílastæðinu okkar og Autopay sér um rukka fyrir lagningu hafi ekki verið búið að panta stæði fyrirfram.
Við tökum vel á móti þér og bílnum þínum. Við mælum með að þú tryggir þér stæði áður en þú kemur á flugvöllinn. Þú færð okkar besta verð með því að bóka tímanlega.
Þegar þú hefur sett upp aðgang að Autopay þá er einfalt að leggja við Keflavíkurflugvöll. Þú keyrir inn, sinnir þínum erindum og keyrir síðan út. Engar sektir, engir miðar og engar raðir.
Vantar þig aðstoð?
Algengar spurningar varðandi bílastæðin og hvernig skal bera sig að við bókun.
Hægt er að sjá kort af svæðinu hér.
Betri stæði
Betri stæði eru merkt P1 og eru staðsett við brottfararsal.
Þau eru fullkomin fyrir þá sem eru að skutla eða sækja. Fyrstu 15 mínúturnar eru fríar, en eftir það gildir verðskrá.
Almenn stæði
Almenn stæði eru merkt P3.
P3 er ódýrasta svæðið okkar og hentar vel fyrir þá sem eru að fara í lengri ferðir. Skoða verðskrá.
Úrvalsstæði
Úrvalsstæðin okkar bjóða upp á mestu þægindin. Þú leggur bílnum í sérmerkt stæði við inngang flugstöðvarinnar. Lyklarnir eru settir í lyklabox við innkomu og starfsfólk okkar leggur bílnum þínum í öruggt stæði. Við heimkomu bíður bíllinn á sama svæði og við brottför.
Það eru nokkrar leiðir til að greiða fyrir bílastæði:
- Með AutoPay appinu - smelltu hér til að sækja
- Með Parka appinu - smelltu hér til að sækja
- Á vefnum okkar eða á vef Autopay.io
- Í greiðsluvélum innan í flugstöðinni
- Á þjónustuborði bílastæða í komusalnum
- Með því að tengja kort við Autopay reikning á heimasíðu þeirra
Þú getur alltaf skoðað kvittanirnar þínar á Autopay.io.
Við minnum gesti á að nýta sér greiðslumöguleika Autopay áður en ekið er út til að komast hjá óþarfa kostnaði.
Ef ekki er greitt innan 48 klst. frá útkeyrslu mun reikningur birtast í heimabanka að viðbættu 1.490 kr. þjónustugjaldi.
Verð á bílastæðum við Keflavíkurflugvöll er breytilegt, en því fyrr sem þú bókar, því ódýrara verður það.
Þú getur einnig lagt án þess að bóka, þá gildir verðskrá viðkomandi bílastæðis.
Sjá verðskrá fyrir Almenn stæði.
Sjá verðskrá fyrir Betri stæði.Ef þú ert að skutla eða sækja, eru fyrstu 15 mínúturnar fríar á svæði P1 og P2. Eftir það gildir viðkomandi verðskrá.
Bókanir á KEF parking fara fram hér.
Þú bókar bílastæði hér að ofan í samræmi við þinn flugtíma. Einungis er hægt að bóka eitt bílastæði hverju sinni og bókun verður að vera yfir óslitið tímabil. Við mælum með að þú veljir inn- og útkeyrslu þremur tímum fyrir og eftir áætlaðan brottfarar- og komutíma. Með því lágmarkarðu möguleika á að því að þurfa greiða aukagjald vegna lengri viðverutíma.
Að lokinni bókun er bókunarstaðfesting send í tölvupósti. Bókunarstaðfestingin inniheldur bókunarnúmer og kvittun. Að því loknu áttu frátekið bílastæði hjá okkur. Bílastæðin eru ekki númeruð. Ef þú hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband við okkur.
Þú tryggir þér alltaf betra verð með því að bóka fyrir fram. Verðið er breytilegt en því meiri sem fyrirvarinn er því betra verð stendur þér til boða.
Með því að bóka fyrir fram geturðu líka verið viss um að það sé laust stæði fyrir þig. Við viljum þó taka fram að bílastæðin eru ekki númeruð.
Ef þú bókar fyrir fram tryggjum við að það sé pláss fyrir bílinn á stæðinu sem þú pantaðir á á þeim tíma sem þú bókaðir. Bílastæðin eru ónúmeruð svo ekki er hægt að bóka pláss í ákveðnu stæði.
Já það er mögulegt fyrir þig að breyta eða hætta við bókun fram að 2 tímum fyrir bókaðan tíma. Hægt er að breyta um bílastæði, dagsetningu og tíma innkeyrslu og útkeyrslu af bílastæði. Ekki er hægt að breyta bókun eftir að innkeyrsla hefur átt sér stað. Smelltu hér til að skoða og / eða breyta bókun.
Möguleiki er á að staðfestingarpósturinn hafi endað í ruslamöppunni þinni. Við mælum með að leita þar.
Við geymum líka afrit af bókunarstaðfestingunni þinni. Ef þú finnur hana ekki í tölvupóstinum geturðu sent póst á [email protected]
Það er mögulegt fyrir þig að breyta eða hætta við bókun allt að fjórum tímum fyrir bókaðan tíma. Einnig er hægt að breyta dagsetningu og tíma innkeyrslu og útkeyrslu af bílastæði.
Ekki er hægt að breyta bókun eftir að innkeyrsla hefur átt sér stað. Ef ekið er inn á öðrum bíl en skráður er í bókun, leggst á 1.990 kr. þjónustugjald.
Já þú getur mætt áður en bókunartíminn hefst. Ef þú keyrir inn á stæðið fyrir bókaðan tíma gildir sá tími. Keyrir þú seinna af bílastæðum en tilgreint er í bókun, gildir sá tími. Ef þú ákveður að framlengja ferðina gildir almennt daggjald þess bílastæðis sem bílnum er lagt á.
Þú getur breytt bókuninni allt að 4 tímum fyrir bókaðan tíma innkeyrslu í gegnum bókunarkerfið á www.kefairport.is/. Það er hægt að breyta dagsetningu og tíma innkeyrslu og útkeyrslu af bílastæði.
Yfirgefir þú bílastæði og keyrir inn á það aftur á tímabili bókunar er litið á það sem ný viðskipti sem þú þarft að greiða fyrir samkvæmt gildandi gjaldskrá.
Enginn lágmarkstími er á bókun á bílastæðum Keflavíkurflugvallar. Hámarkstími bókunar á bílastæðum eru 14 vikur yfir óslitið tímabil.
Til þess að vernda upplýsingarnar þínar notar vefsíðan okkar staðlaðan SSL dulkóðunarhugbúnað. Þar eru persónuupplýsingarnar þínar dulkóðaðar svo ekki sé hægt að nálgast þær.
Þú veist að þú ert á öruggu svæði síðunnar okkar þegar slóðin á vefsíðuna hefst á https:// og hengilás birtist í ramma vafrans þíns.
Flugfarþegi með stæðiskort fyrir hreyfihamlaða getur farið á eigin bíl og lagt í stæði við flugstöðina. Það eru sérmerkt stæði í skammtímastæðum okkar fyrir farþega með slík stæðiskort. Greiða þarf fyrir þau stæði í samræmi við verðskrá.
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um PRM þjónustu Keflavíkurflugvallar. Skoða nánar.
Betri stæðin okkar, P1 & P2 henta vel til að sækja og skutla farþegum. Fyrstu 15 mínúturnar eru fríar en eftir það gildir verðskráin okkar.
Fjarlægðin frá Almennu stæðunum að flugstöðinni eru um það bil 300 metrar.
Fjarlægðin frá Betri stæðunum að flugstöðinni eru um það bil 30 metrar.
Nei, ekki er nauðsynlegt að setja inn flugnúmer, heldur er það eingöngu gert til þæginda. Hafa ber í huga að sé flugi seinkað eða falli það niður, þarf að afbóka og bóka aftur, viljir þú setja inn nýjan inn og útkeyrslutíma.
Ef þú keyrir út seinna af bílastæðum en tilgreint er í bókun gildir sá tími. Fyrir tíma utan bókunar skal greiða almennt daggjald þess bílastæðis sem bíl er lagt á.
Já, þú munt alltaf geta afbókað. Hægt er að breyta eða afpanta bókunina allt að 4 klukkustundum fyrir áætlaðan komutíma (samkvæmt bókun þinni).
Endurgreiðslan verður í kjölfarið gjaldfærð á sama kreditkort og notað var við bókun stæðis. Athugið að endurgreiðsla getur tekið 2-3 virka daga að koma inn á kortið þitt.
Hver er afgreiðslutími KEF parking?
Hjá okkur er opið allan sólarhringinn, allt árið um kring.
Hvað er langt frá bílastæðunum að flughöfninni?
Fjarlægðin frá Almennu stæðunum að flughöfninni eru um það bil 300 metrar.
Fjarlægðin frá Betri stæðunum að flughöfninni eru um það bil 30 metrar.
Fjarlægðin frá Úrvalsstæðunum að flughöfninni eru um það bil 30 metrar.
Myndavélar eru á öllum bílastæðum Isavia auk þess sem starfsfólk okkar fer reglulega um stæðin til að fylgjast með hvort ekki sé allt með felldu.
Takmarkanir eru á þyngd og fjölda farþega sem skráð eru á bifreið á almennu bílastæðunum okkar. Bifreiðastæði KEF Parking eru eingöngu ætluð einka- og atvinnubifreiðum með 8 eða færri farþega og vega undir 3.500 kg að skráðri heildarþyngd, nema annað sé sérstaklega tekið fram við innaksturshlið. Skilmála KEF parking má nálgast hér.
Vinsamlegast hafðu samband við [email protected] ef þú ert að aka inn á bílastæðin á stærri bíl en heimilt er samkvæmt skilmálum.
Já. Við bjóðum upp á geymslu á bíllyklum gegn vægu gjaldi. Lyklageymsla er í afgreiðslu bílastæðaþjónustunnar.
Nei. Við bjóðum ekki upp á sér stæði fyrir mótorhjól. Eigendum mótorhjóla er þó að sjálfsögðu heimilt að nota KEF Parking.
Nei, við bjóðum ekki upp á vildarvinaafslátt.
Eins og er bjóðum við ekki upp á þrif á bílum á meðan að á geymslu stendur.
Hafirðu einhverjar fleiri spurningar er hægt að hafa samband við okkur á [email protected].
KEF Parking ber ekki ábyrgð á skemmdum á bílnum, búnaði á eða í bíl á meðan að hann er í geymslu. Sé bíll lagður í Premium stæði, ber KEF Parking ábyrgð á lyklum bifreiða sem fyrirtækið hefur í umsjá sinni. Einnig ber KEF Parking ábyrgð á flutningi bifreiðar til og frá bílastæðunum þar sem hún er geymd.
Skilmála bílastæðaþjónustunnar má nálgast hér.
Bókunarskilmála bílastæðabókana á netinu á kefairport.is má nálgast hér.