Skilmálar bifreiðastæða
- Þú ert að aka inn á bifreiðastæði Isavia ohf. (hér eftir KEF Parking) á Keflavíkurflugvelli og samþykkir þar með eftirfarandi skilmála.
- Gjaldskylda er á bifreiðastæðum KEF Parking nema sérstaklega sé annað tekið fram. Gjald fer eftir gildandi gjaldskrá hverju sinni.
- Á bifreiðastæðum KEF Parking eru sjálfvirkar myndavélar sem lesa bílnúmer við komu og brottför.
- Greiðsla fer fram í forbókun eða við brottför, í gegnum smáforrit, vef, þjónustuborð eða í þar til gerðum sjálfsafgreiðslustöndum sem staðsettir eru í og við flugstöðina.
- Sé gjald ekki greitt innan 48 klst. eftir útkeyrslu er krafa send í heimabanka eiganda/umráðamanns ökutækisins að viðbættu þjónustugjaldi kr. 1.490. Ógreiddar kröfur munu verða sendar í innheimtu.
- Eigandi og umráðamaður ökutækis bera ábyrgð á að fylgja fyrirmælum, merkingum og reglum sem í gildi eru á bifreiðastæðum KEF Parking. Sé ökutæki notað í atvinnuskyni er vinnuveitandi jafnframt ábyrgur samkvæmt skilmálum þessum.
- Verði aðili uppvís að misnotkun á aðstöðu varðar það 50.000 kr. vangreiðslugjaldi ásamt því að greiðsla verður innheimt eftir gildandi gjaldskrá fyrir raunnotkun. Eigandi og skráður umráðamaður ökutækis eru ábyrgir fyrir greiðslu gjalds samkvæmt þessari grein.
- Verði aðili uppvís að ítrekaðri misnotkun áskilur KEF Parking sér rétt til að meina viðkomandi aðgang að bifreiðastæðum KEF Parking.
- Ökutæki á bifreiðastæði KEF Parking eru alfarið á ábyrgð eiganda/umráðamanns viðkomandi ökutækis. KEF Parking ber t.a.m. ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða á ökutækjum, fylgihlutum þeirra eða öðrum hlutum í eða á þeim m.a. vegna óhappa, skemmdarverka eða þjófnaðar sem kann að eiga sér stað á meðan á geymslu stendur. Nær þetta einnig til tjóns er verður á bifreiðum sem þarf að fjarlægja vegna þess að þeim hefur verið lagt ólöglega og/eða þannig að þau hindri umferð.
- Heimilt er að leggja bifreið í merkt bifreiðastæði eða í samræmi við gefnar leiðbeiningar, merkingar og/eða almennar umferðarreglur. Stöðubrot getur varðað sektum, vangreiðslugjaldi og/eða að ökutæki verði fjarlægð á kostnað umráðanda.
- Allur þjófnaður er kærður til lögreglu.
- Eftirlitsmyndavélar eru á bifreiðastæðum KEF Parking.
- Gögn er varða notendur eru meðhöndluð í samræmi við gildandi lög og reglugerðir um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
- Upplýsingar Isavia hefur undir höndum verða einungis notaðar við vinnslu bókunar og veitingu umbeðinnar þjónustu. Vinnslan fer fram hjá Isavia ohf, KMP Digitata, Autopay og Stefnu ehf. og verða persónuupplýsingar ekki afhentar öðrum aðilum nema á grundvelli lagaskyldu eða í þeim tilfellum þar sem skráður eigandi eða rekstraraðili ökutækis kann að bera greiðsluskyldu.
- Isavia vinnur ekki upplýsingar sem hægt er að rekja niður á einstaka persónur, í lengri tíma en tilgangur vinnslu krefst og lög og/eða reglugerðir segja til um.
- Þú getur óskað eftir gögnum sem við höfum safnað um þig vegna veittrar þjónustu með því að senda inn beiðni hér https://www.isavia.is/fyrirtaekid/um-isavia/fyrirtaekid/hafdu-samband/minar-personuupplysingar. Þú hefur einnig rétt á því að láta okkur eyða þeim persónupplýsingum sem við höfum safnað um þig. Þú hefur rétt til þess að mótmæla söfnun gagna og getur lagt inn kvörtun hjá Persónuvernd. Eyðublað fyrir kvörtun má finna inni á Persónuvernd.is.
- Persónuverndarstefnu Isavia er að finna hér. Beindu vinsamlegast öllum spurningum varðandi vinnslu persónuupplýsinga til Isavia á tölvupóstfangið [email protected].
- Óheimilt er að nýta lang- og skammtímabifreiðastæði P1, P2 eða P3 við Keflavíkurflugvöll til afhendingar eða skila á bílaleigubifreiðum.
- Bifreiðastæði KEF Parking er eingöngu heimilt til nota fyrir einka- og atvinnubifreiðar skráðum fyrir átta (8) eða færri farþega og vega undir 3.500 kg að skráðri heildarþyngd, nema annað sé sérstaklega tekið fram við innaksturshlið eða sérstaklega um samið áður en ökutæki kemur inn á bifreiðastæði. Óheimilt er að fara inn á bifreiðasvæði KEF Parking með eftirvagna. Brot á þessu varðar 20.000 kr. gjaldi sem endurnýjast á 6 klukkustunda fresti.