Gjaldskylda í rennu

Greiðari aðkoma að KEF Greiðari aðkoma að KEF
Gjaldtaka er hafin í rennunni svonefndu við brottfararinngang flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Rennan er ætluð þeim sem þurfa að aka upp að flugstöðinni og stöðva í stutta stund til þess að hleypa út farþegum, losa farangur eða annan farm. Gjald verður nú tekið af þeim bílum sem eru lengur en 5 mínútur á rennusvæðinu.
- 1.500 til 1.700 bílum er ekið í gegnum rennuna á degi hverjum. Umferðin er mest á álagstíma á KEF. Lítið má út af bregða til að þar verði tafir og biðraðir myndist ef bílar eru stöðvaðir of lengi eða jafnvel lagt í rennunni.
- Nokkuð hefur verið um að bílstjórar hafi lagt bílum í rennunni í lengri tíma, sem stíflar flæði umferðar og getur heft aðgengi farþega og viðbragðsaðila.
- Með breytingunni er ætlunin að tryggja öllum sem eru t.d. að skutla farþegum á flugvöllinn skjótt og öruggt aðgengi að rennunni.
Til að koma til móts við farþega höfum við lengt gjaldfrjálsa tímann á P2 bílastæðunum komu megin við flugstöðina úr 15 mínútum upp í 30 mínútur. Þá er áfram gjaldfrjálst að leggja bíl í 15 mínútur á P1 bílastæðunum.
- Athugun á notkun rennunnar yfir rúmlega mánaðar tímabil sýnir að 80% bíla eru í rennunni í 5 mínútur eða skemur.
- Miðgildi dvalartíma í rennunni er 2 til 3 mínútur.
- Það er þó staðreynd að heil 8% bifreiða eru í rennunni í 16-20 mínútur sem getur valdið töfum, valdið gestum flugvallarins óþægindum og jafnvel torveldað aðkomu viðbragðsaðila.
- Áfram er gjaldfrjálst að nota rennuna í 5 mínútur eins og gert er ráð fyrir. Þessi breyting ætti því aðeins að hafa áhrif á óæskilega hegðun í rennunni.
1: Autopay - greiddu á vef eða í appi áður en þú ekur út
Einfaldast er að greiða fyrir bílastæðið með því að skrá bílinn og greiðslukort á vefsíðunni https://autopay.io/ eða í Autopay appinu sem þú getur einnig sótt á https://autopay.io/. Þannig greiðir þú sjálfkrafa við útakstur.
Þegar þú hefur sett upp aðgang að Autopay þá er einfalt að leggja við Keflavíkurflugvöll. Þú keyrir inn, sinnir þínum erindum og keyrir síðan út. Engar sektir, engir miðar og engar raðir.
2: Greiddu eftir að þú ekur út - þú hefur 48 klukkustundir til þess að greiða eftir útakstur
Greiddu eftir að þú ekur út af bílastæðinu með því að slá inn bílnúmerið. Smelltu hér til þess að skrá inn bílnúmer og greiða. Þú hefur 48 klukkustundir til þess að greiða, eftir að þú ekur út af bílastæðinu. Sé ekki greitt inna 48 klukkustunda verður reikningur sendur að viðbættu þjónustugjaldi.
3: Greiddu með Parka appinu
Notendur með Parka appið geta notað það til þess að greiða fyrir bílastæði á Keflavíkurflugvelli.
Hvar er Rennan?
Rennan er staðsett við brottfararinngang.
Á kortinu má sjá hvar gjaldtaka hefst og endar.

Frekari upplýsingar
Hafðu samband
425-6400 (opið frá 8:00 til 17:00 alla daga vikunnar).
[email protected]