Úrvalsstæði
Sérmerkt Úrvalsstæði sem staðsett er inni á P1 bílastæðinu næst flugstöðinni.
Passar lykillinn ekki í boxið?
Mikilvægt er að taka lyklana úr hulstrinu eða taka bíllyklana af lyklakippunni svo þeir passi í boxið. Við pössum vel upp á lyklana þína!
Við brottför
Þú leggur bílnum á sérmerktu Úrvalsstæði sem staðsett er inni á P1 bílastæðinu næst flugstöðinni (sjá kort). Bíllyklunum skilar þú í lyklabox sem staðsett er við innganginn í brottfararsalnum (sjá kort). PIN númer til þess að opna lyklaboxið og skila lykli færð þú sent í SMS / tölvupósti. Smelltu hér til þess að skoða staðstetningu lyklabox í brottfararsal.
Hvernig skila ég bíllyklunum í lyklaboxið?
- Veldu “Key Drop Off” og sláðu inn kóðann sem þú fékkst í SMS / tölvupósti
- Settu bíllykilinn (án hulsturs eða lyklakippu) í hólfið sem opnast og lokaðu því vel
Við heimkomu
Þú sækir bíllyklana þína í lyklabox sem staðsett er í komusal KEF eftir að farið er í gegnum fríhöfn, töskusal og tollagang (sjá kort). PIN númer til þess að opna lyklaboxið og sækja lykil færð þú sent í SMS / tölvupósti. Smelltu hér til þess að skoða staðstetningu lyklabox í komusal.
Hvernig sæki ég bíllykilinn í lyklaboxið?
- Veldu “Key Pickup” og sláðu inn kóðann sem þú fékkst í SMS / tölvupósti
- Taktu bíllykilinn úr hólfinu sem opnast og lokaðu því vel
Bíllinn er staðsettur á sama stæði og honum var lagt við brottför, Úrvalsstæði inni á P1 bílastæðinu næst flugstöðinni (sjá kort) .