Skipulag í kynningu
Norð-austursvæði Keflavíkurflugvallar
Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar samþykkti á fundi sínum 10. apríl 2025, að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi norð-austursvæðis Keflavíkurflugvallar til að skilgreina nýjar lóðir í samræmi við 43. gr. skipulagslaga. Deiliskipulagsbreytingin felst í að skilgreina nýja 900 m2 lóð fyrir varaaflsstöð og nýja 1200 m2 lóð fyrir neyðarkyndistöð með viðeigandi tækja- og tengibúnaði. Lóðin Pétursvöllur 34 fellur að sama skapi niður sem og heimild um að reisa aðkomuhús og þjónustuhlið. Tillagan er aðgengileg á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, sem og á vef Isavia frá 2. maí 2025 til og með 13. júní 2025.
Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvött til að kynna sér tillöguna og koma með sínar athugasemdir eigi síðar en 13. júní 2025 í gegnum Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.