Við óskum eftir að ráða metnaðarfullan og lausnamiðaðan leiðtoga til að sinna stjórnendahlutverki í KEF parking á Keflavíkurflugvelli. Viðkomandi ber ábyrgð á framgangi verkefna. Einstaklingur þarf að hafa framúrskarandi samskipta- og stjórnunarhæfni ásamt frumkvæði til að takast á við fjölbreyttar áskoranir í síbreytilegum flugrekstri.
Vinnutími er frá kl. 08:00-20:00 og unnið á 5-5-4 vöktum.
Helstu verkefni
- Umsjón með stjórnun og skipulagi deildarinnar í samráði við rekstrarstjóra
- Ber ábyrgð á þjálfun starfsfólks skv. verklagsreglum
- Daglegur undirbúningur
- Leiðbeina og þjálfa starfsfólk
- Ber ábyrgð á verkefnum vakta
- Ber ábyrgð á samskiptum við viðskiptavini, svörun tölvupósta og síma
- Almenn þjónusta og aðstoð við viðskiptavini
- Önnur tilfallandi verkefni í samráði við stjórnenda
Menntunar- og hæfniskröfur
- Bílpróf á beinskiptan bíl
- Lágmarksaldur 25 ára
- Góð tölvukunnátta
- Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Vilji til að mynda góða liðsheild
- Fagleg og skipulögð vinnubrögð
- Frumkvæði og rík þjónustulund
- Geta til að vinna undir álagi
- Gott vald á íslensku og ensku í rituðu og mæltu máli