Beint í efni
Keflavíkur Flugvöllur

Bílastæðaþjónusta Keflavíkurflugvallar

Við leitum að þjónustulunduðum og glaðlyndum einstaklingi sem hefur góða samskiptahæfileika, lipra og þægilega framkomu og getu til að vinna undir álagi. Helstu verkefni eru að aðstoða viðskiptavini á bílastæðum, tilfærsla á ökutækjum, almennt eftirlit á útisvæði, símsvörun og að svara tölvupóstum í samráði við vaktstjóra.

Starfið krefst reglulegrar samskipta við viðskiptavini, Við leggjum sérstaka áherslu á hæfni til skýrra og faglegra samskipta, bæði í rituðu og töluðu máli.

Um er að ræða framtíðarstarf og unnið verður á 5-5-4 vaktakerfi.

Hæfniskröfur

  • Aldurstakmark 25 ár
  • Gild ökuréttindi á beinskipta bíla
  • Fimm ára reynsla af akstri
  • Meirapróf og vinnuvélaréttindi er kostur
  • Almenn tölvukunnátta og færni í ritun tölvupósta
  • Þjónustulipurð, jákvæðni og góð framkoma
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Freyja Másdóttir hópstjóri bílastæðaþjónustu í gegnum netfang [email protected]

Umsóknafrestur er til  26. september.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Sækja um