Beint í efni
Keflavíkur Flugvöllur

Áhættustjóri

Við hjá Isavia erum að leita að öflugum og framsýnum áhættustjóra sem hefur metnað til að leiða þróun og innleiðingu heildstæðrar áhættustýringu fyrirtækisins. Starfið felur í sér að styðja stjórnendur og starfsfólk við að greina, meta og stýra áhættu með það að markmiði að tryggja öruggt og skilvirkt rekstrarumhverfi. Áhættustjóri vinnur í nánu samstarfi við stjórnendur og starfsfólk og þarf viðkomandi að vera ábyrgur, drífandi og hafa ástríðu fyrir áhættustýringu.

Þetta er spennandi tækifæri fyrir einstakling sem vill hafa raunveruleg áhrif á þróun og öryggi íslensks flugvallareksturs, vinna með frábæru teymi stjórnenda og taka þátt í að leiða flugvallarsamfélag sem eykur lífsgæði og velsæld á Íslandi.

Helstu verkefni:

  • Leiða innleiðingu heildstæðrar áhættustýringar (ERM) í samstarfi við stjórnendur og lykileiningar
  • Tryggja að áhættustýring sé samþætt við stefnumótun, fjárhagsáætlanir og daglegan rekstur fyrirtækisins
  • Þróa verklag og menningu innan félagsins sem styður við ábyrga áhættutöku og skýra ábyrgð
  • Skilgreina og viðhalda áhættuvilja og áhættuþoli í samstarfi við stjórnendur og stjórn
  • Árangursgreiningar og eftirfylgni úrbóta

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólanám sem nýtist í starfi, t.d. verkfræði, viðskiptafræði, lögfræði eða fjármálum
  • Framhaldsmenntun í áhættustjórnun eða sambærilegu er kostur
  • Reynsla af áhættustjórnun, áhættugreiningum og innleiðingu áhættustefnu
  • Sterk skipulags- og greiningarhæfni og úthald og hæfni til að leiða umbótaverkefni
  • Frábær samskipta- og samstarfshæfni, með getu til að miðla flóknum upplýsingum á skiljanlegan hátt
  • Frumkvæði, metnaður og árangursmiðuð hugsun
  • Góð íslensku- og enskukunnátta, í ræðu og riti

Starfsstöð er í Hafnarfirði.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar, farsímaáskrift og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 5. október 2025.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Arnardóttir, í gegnum netfang [email protected].

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Sækja um