Beint í efni
Keflavíkur Flugvöllur

Tæknimaður í raftækniþjónustu

Við óskum eftir að ráða traustan og öflugan tæknimann í viðhald tæknibúnaðar á Keflavíkurflugvelli. Viðkomandi mun starfa í hópi metnaðarfullra tæknimanna við viðhald á fjölbreyttum tæknibúnaði í mjög lifandi umhverfi. Í starfinu felast almenn rafvirkjastörf (lágspennu) og framkvæmd viðhalds samkvæmt viðhaldsáætlunum eignastjóra. Tæknimennirnir hafa það hlutverk að styðja við öruggan og skilvirkan rekstur á Keflavíkurflugvelli með kerfisbundnu viðhaldi. Viðkomandi býðst að ganga bakvaktir þegar reynsla og þekking hefur hlotist af bilanagreiningum, viðhaldi og viðgerðum.

Helstu verkefni:

  • Almenn rafvirkjastörf og viðhald eigna
  • Eftirlit með eignum og bilanagreining
  • Styður við uppsetningu eigna
  • Skráning viðhaldssögu
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Sveinspróf í rafiðngreinum
  • Góð hæfni í samskiptum
  • Frumkvæði, þjónustulund og skipulögð vinnubrögð
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Góð íslensku- og enskukunnátta

Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar, farsímaáskrift og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 2.október 2025.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Sveinn Óskarsson, í gegnum netfang [email protected] eða í síma 837-6265.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Sækja um