Beint í efni
Keflavíkur Flugvöllur

Sérfræðingur í áhættustýringu

Viltu taka þátt í að móta og þróa heildstæða áhættustýringu í líflegu og krefjandi umhverfi? Ef svo er, þá leitum við hjá Isavia/KEF að umbótamiðuðum einstaklingi í stöðu sérfræðings í áhættustýringu. Viðkomandi mun taka virkan þátt í innleiðingu heildstæðrar áhættustýringar og áhættustefnu og stuðla þannig að sterkri áhættumenningu innan félagsins. Við óskum eftir að ráða einstakling sem er drífandi, getur unnið sjálfstætt og hefur brennandi áhuga á að tryggja öruggt og skilvirkt rekstrarumhverfi á Keflavíkurflugvelli.

Helstu verkefni:

  • Taka virkan þátt í innleiðingu og reglubundnu viðhaldi heildstæðrar áhættustýringar og áhættustefnu félagsins
  • Framkvæma áhættugreiningar og áhættumöt, ásamt því að halda utan um og uppfæra áhættuskrá
  • Innleiða áhættutengda ferla og verklagsreglur
  • Veita fræðslu og miðla upplýsingum um áhættutengd málefni
  • Eftirfylgni með athugasemdum og ábendingum innri endurskoðenda
  • Taka þátt í störfum áhættunefndar og öðrum vinnuhópum tengdum áhættustýringu

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólanám sem nýtist í starfi, t.d. viðskiptafræði, lögfræði, fjármálum eða verkfræði
  • Reynsla af áhættustýringu, innra eftirliti, innri endurskoðun eða tengdum sviðum er kostur
  • Þekking á ferlum og aðferðafræði áhættustýringar kostur
  • Reynsla af þátttöku í umbótaverkefnum og innleiðingu breytinga
  • Skipulags- og greiningarhæfni og umbótahugsun
  • Frábær samskipta- og samstarfshæfni og geta til að miðla flóknum upplýsingum á einfaldan og aðgengilegan hátt
  • Góð færni í rituðu og mæltu máli á íslensku og ensku

Starfsstöð er í Hafnarfirði.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar, farsímaáskrift og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 20.nóvember 2025.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Helga Kristín Harðardóttir, í gegnum netfang [email protected].

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Sækja um