Beint í efni
Keflavíkur Flugvöllur

Tæplega 1 milljón gesta í júlí

Við tókum á móti 992.55 gestum á Keflavíkurflugvelli (KEF) í júlí 2025.

Líkt og við var að búast var nóg um að vera á KEF í júlí þegar metfjöldi gesta þetta árið lagði leið sína um völlinn. Alls fóru 992.555 gestir um flugvöllinn, sem er svipaður fjöldi og í júlí mánuði árið á undan eða -3,5% færri gestir.

Alls flugu 29 flugfélög frá KEF í júlí. Vinsælustu áfangastaðir ferðalanga voru Kaupmannahöfn, New York, London, París og Ósló. Á sama tíma hefur framboð áfangastaða aukist gífurlega miðað við það sem áður var og flogið var til 81 áfangastaða í júlí mánuði en 79 áfangastaða í júlí árið á undan.

Mest var að gera 27. júlí þegar yfir 36 þúsund gestir fóru um völlinn.

Brottfarir Íslendinga voru um 67 þúsund í júlí, samkvæmt talningu frá Ferðamálastofu. Það gerir rúmlega 6% fleiri brottfarir en í júlí árið á undan.  Frá áramótum hafa Íslendingar farið utan um 438 þúsund sinnum, sem er um 22% aukning frá sama tíma í fyrra.

Brottfarir erlendra gesta frá landinu voru um 302 þúsund í júlí. Það gerir rúmlega 9% fleiri en í sama mánuði árið á undan. Flestar brottfarir eru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna (34%), næst Þjóðverja (7%), svo Breta (6%), Kanadamanna (5%) og Frakka (5%).

Frá áramótum (janúar-júlí) hafa tæplega 1,3 milljónir erlendra farþega farið frá Íslandi, sem er 1,4% fjölgun miðað við sama tímabil í fyrra.

Áfram verður nóg að gera á Keflavíkurflugvelli í ágúst og hvetjum við farþega til þess að mæta tímanlega á flugvöllinn, nýta sér kioskana til innritunar, athuga hvort einhverjar ferðatakmarkanir eigi við á áfangastöðum og hafa öll gögn tilbúin.

Góða ferð!