Beint í efni
Keflavíkur Flugvöllur

Breytingar á fríhafnarverslunum á Keflavíkurflugvelli

Heinemann tekur formlega við rekstri fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli miðvikudaginn 7. maí. Verslanirnar verða frá þeim degi reknar undir nafninu ÍSLAND Duty Free.

Vegna tilfærslunnar verður ráðist í breytingar á fríhafnarverslunum í komu- og brottfararsal sem og við brottfararhlið og verður verslununum því lokað í nokkrar klukkustundir á meðan á breytingunum stendur. Lokanirnar munu ekki hafa áhrif á flæði farþega um flugstöðina. 

Verslununum verður loka tímabundið fyrir opnun sem hér segir:

  • Brottfararverslun: Lokað 6. maí kl. 20:00 og opnuð aftur 7. maí kl. 04:00
  • Komuverslun: Lokað 6. maí kl. 23:00 og opnuð aftur 7. maí kl. 07:00.
  • Verslun við brottfararhlið: Lokað 6. maí kl. 20:00 og opnuð aftur 7. maí kl. 9:00.

Þeir farþegar sem ekki geta verslað í ÍSLAND Duty Free þegar verslanirnar eru lokaðar fá 20% afsláttarmiða sem gildir í eitt ár og hægt verður að nota við næstu heimsókn í fríhafnarverslanirnar.