Breytingar á gjaldeyrisþjónustu

Útibúi Prosegur Change á verslunar- og veitingasvæði flugvallarins handan öryggisleitar hefur nú verið lokað. Áfram er hægt að taka út gjaldeyri í hraðbönkum víðs vegar um flugstöðina á Keflavíkurflugvelli, bæði áður en farið er í öryggisleit og innan haftasvæðis eftir öryggisleit. Þar er hægt að taka út bandaríska og kanadíska dali, sterlingspund, evrur, norskar krónur og pólskt slot.
Þessi breyting á gjaldeyrisþjónustu er í samræmi við breytingar sem orðið hafa á flugvöllum víða um heim. Með aukinni notkun rafrænna greiðsluleiða og minni seðlanotkun hefur eftirspurn eftir gjaldeyri dregist umtalsvert saman. Helstu viðskiptin á Keflavíkurflugvelli eru sala erlends ferðafólks á íslenskum gjaldeyri áður en haldið er heim. Eins og áður sagði, verður áfram hægt að skipta íslenskum seðlum í afgreiðslu Prosegur Change sem staðsett er á fyrstu hæð flugstöðvarinnar áður en farið er upp á aðra hæð í öryggisleit. Þjónustan er þar vel merkt svo hún ætti ekki að fara fram hjá farþegum á leið úr landi.