Discover Airlines hefja flug milli KEF og München
.jpg&w=3840&q=80)
Þetta var tilkynnt í dag en áður hafði félagið boðað flug til og frá KEF yfir sumartímann.
Fyrsta flug félagsins verður 3. apríl 2025 og verður flogið þrisvar sinnum í viku yfir sumartímann og tvisvar í viku út vetrartímabilið. Flogið verður á Airbus A320 vélum flugfélagsins.
Lufthansa flug áður á milli München og Keflavíkurflugvallar, en Discover Airlines, tekur yfir flugleiðina. Discover býður sínum farþegum upp á að hægt verði að tengja áfram til enn fleiri áfangastaða þeirra og Lufthansa í gegnum München.
Það er okkur sönn ánægja að bjóða Discover Airlines velkomið í flugvallarsamfélagið á Keflavíkurflugvelli,“ segir Grétar Már Garðarsson, forstöðumaður flugfélaga og leiðaþróunar. „Þessar fréttir koma í kjölfar ákvörðunar easyJet að bæta við áfangastöðum næsta sumar og pólska flugfélagsins LOT að hefja í fyrsta sinn flug milli Varsjár og KEF. Þetta eru ánægjulegar fréttir og styrkja enn frekar áfangastaðinn Ísland. Við hlökkum til að taka á móti Discover Airlines.
Grétar Már GarðarssonForstöðumaður flugfélaga og leiðaþróunar
_(1).jpg&w=3840&q=80)