Flugumferð yfir jól og áramót

Það hefur orðið nokkur aukning á umferð flugvéla um Keflavíkurflugvöll eftir heimsfaraldurinn, þ.e. frá og með jólunum 2022. Það virðist vera að þá hafi flugfélög áttað sig á því að það sé stór hluti fólks sem jafnvel heldur ekki upp á jólin, sem er með frídaga um jól og áramót og vill bara ferðast.
Grétar Már GarðarssonForstöðumaður flugfélaga og markaðsmála á Keflavíkurflugvelli
Flugdagskrá yfir jól og áramót
Á Þorláksmessu eru á dagskrá 60 komur til Keflavíkur og 54 brottfarir.
Á Aðfangadag verða 40 komur og 34 brottfarir. Það dregur svo aðeins úr umferð á Jóladag en þá eru skráðar 28 komur og 28 brottfarir.
Strax á annan í jólum fjölgar aftur og verða komur þá 51 og brottfarir 58.
Á gamlársdag verða 39 komur og 34 brottfarir og á Nýjársdag koma 50 flug til Keflavíkurflugvallar og 64 fljúga á brott.
Það er því mikið að gera á Keflavíkurflugvelli næstu vikuna og mikilvægt að hafa á að skipa öflugu og reyndu starfsfólki svo allt gangi vel og allir komist ferða sinna.
„Það voru um 160 ferðir jóladagana 2019 og 2022 fer þetta upp í 225 ferðir. Það þýðir að það er í raun ekki svo mikill munur á venjulegum vikudegi og jóladögum hjá okkur á Keflavíkurflugvelli. Vissulega er örlítil fækkun á ferðum núna yfir hátíðarnar miðað við sama tíma í fyrra en það skýrist af því að Play hefur hætt starfsemi. En ef við tökum Play út fyrir sviga þá er um 17% aukning í sætaframboði jóladagana í ár frá því í fyrra. Það er farið úr um 70 þúsund sætum í um 81.500. Þetta er allt liður í að veita betri þjónustu. Keflavíkurflugvöllur er opinn alla daga ársins allan sólahringinn og getur tekið við vélum hvenær sem er gerist þess þörf, og ef flugfélög vilja koma til okkar á jóladögum þá tökum við vel á móti þeim og farþegum þeirra“, segir Grétar Már.
