Fyrsti ársfjórðungur gefur fyrirheit um viðburðarríkt ár

Fjöldi meiri en spá gerði ráð fyrir
Heildarfjöldi gesta Keflavíkurflugvallar (KEF) var 1.510.109 á fyrsta ársfjórðungi ársins, janúar-mars 2025. Farþegaspá flugvallarins gerði ráð fyrir 1.505.928 gestum. Heildarfjöldinn var 4.181 farþegum fleiri en spá gerði ráð fyrir (0,3%).

Tengifarþegar færri
Af þeim 1.510.109 gestum voru komu- og brottfararfarþegar 1.136.569, á meðan spá gerði ráð fyrir 1.130.787 farþegum. Mismunur var því 5.782 gestir eða 0,5% yfir spá.
Tengifarþegar voru aftur á móti 1.601 undir spá. Spáin gerði ráð fyrir 375.141 tengifarþegum en raunfjöldi tengifarþega var 373.540, mismunur var því -0,4%.

Brottfarir Íslendinga yfir spá
Spá um ferðalög Íslendinga frá Keflavíkurflugvelli var vel yfir spá. Hafði spáin gert ráð fyrir að tæplega 114 þúsund Íslendingar væru á ferðinni á fyrsta ársfjórðungi en samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu voru þær rúmlega 152 þúsund. Það er mismunur upp á rúmlega 39 þúsund Íslendinga eða 34,4% yfir spá.

Bandaríkjamenn stærsti hópur erlendra ferðamanna
Á sama tíma var spá um erlenda ferðamenn rúmlega 453 þúsund en raun var tæplega 416 þúsund. Það er mismunur upp á 37 þúsund manns eða 8,3% frá spá.
Bandaríkjamenn voru stærsti hópur erlendra ferðamanna á fyrsta ársfjórðungi ársins eða rúmlega 95 þúsund, sem er 22,9% af heild. Bretar voru einnig stór hluti erlendra ferðamanna eða 80 þúsund, sem gerir 19,2% af öllum erlendum ferðamönnum. Þar á eftir voru Kínverjar sem voru 27 þúsund (6,5% af heild), Þjóðverjar 26 þúsund (6,3%) og Frakkar voru 19 þúsund (4,6%).