Gleðilega Hinsegin daga í KEF
Keflavíkurflugvöllur (KEF) tekur þátt í Hinsegin dögum og fagnar fjölbreytileikanum með litríkum skreytingum.

Litríkasti tími ársins er hafinn þar sem allir litir regnbogans eru lýstir upp á Keflavíkurflugvelli (KEF) og fjölbreytileikanum er fagnað. Hinsegin dagar eru haldnir hátíðlega á höfuðborgarsvæðinu dagana 5.-10. ágúst.
Hinsegin dagar eru hátíð alls hinsegin fólks og hápunktur daganna er Gleðigangan þar sem hinsegin fólk sameinast í ákalli um réttlátt, litríkt samfélag.






Skreytingar í öllum regnbogans litum prýða flugvöllinn svo gestir geti tekið þátt í gleðinni á leið sinni um flugvöllinn og breytt boðskapnum um réttindabaráttu hinsegin fólks.
Sýnum vinsemd og virðingu og eigum gleðilega Hinsegin daga!





