Landsliðsvarningur, sjálfsalar og aðrar nýjungar á KEF

Nýir sjálfsalar, verslun með bakkelsum, pítsum og öðru góðgæti, verslun með landsliðsvarningi og sælkeraverslun, eru meðal nýjunga sem bættust við á Keflavíkurflugvelli (KEF) fyrir ferðasumarið 2025. Flugvöllurinn er í stöðugri þróun til að sinna þörfum gesta sem eru fjölbreyttur og síbreytilegur hópur.

Í vor opnuðu tvær nýjar verslanir á Keflavíkurflugvelli, Point og Icelandic Deli sælkeraverslun. Verslanirnar eru góð viðbót við það frábæra úrval af veitingum sem nú er í flugstöðinni en þar geta gestir flugvallarins verslað mat, ferðavörur og íslenskar sælkeravörur.

Icelandic Deli
Í Icelandic Deli er að finna úrval af íslenskum handverksostum, reyktu og þurrkuðu kjöti, hágæða súkkulaði og íslenskum kryddum. Einnig er þar til sölu handvalið úrval af íslensku víni og öðrum áfengum drykkjum.



Point
Point er nýr veitingastaður þar sem boðið er upp á fjölbreytt úrval af ferðavörum, snarli, drykkjum, ferskum bakstri, pizzum og öðru góðgæti.



Víða um flugstöðina er nú einnig að finna svokallaða Point sjálfsala þar sem gestir flugvallarins geta nælt sér í allt það helsta úr verslunum Point, hratt og örugglega. Sjálfsalarnir hafa vakið mikla lukku enda er fjöldi farþega á hraðferð um flugvöllinn og getur það því létt undir með fólki að geta gripið bita hratt og örugglega.

Fyrir Ísland
Í sumar opnaði glæsileg pop-up verslun Fyrir Ísland, staðsett á móti Aðalstræti veitingasvæðinu, í hjarta verslunar- og veitingasvæðis flugvallarins. Þar má finna flottan landsliðsvarning fyrir stuðningsmenn íslenska landsliðsins á leið á EM í fótbolta. Verslunin býður upp á gott úrval af landsliðstreyjum, derhúfum, treflum, lyklakippum og ýmislegt fleira til að vera klár í slaginn með Íslandi í sumar.


