Beint í efni
Keflavíkur Flugvöllur

Isavia einn 23 aðila sem fengu milljarðastyrk ESB vegna vatnaáætlunar á Íslandi

Isavia og 22 samstarfsaðilar fengu úthlutað á dögunum 3,5 milljarða króna styrk vegna LIFE ICEWATER sem er verkefni um að flýta fyrir og bæta innleiðingu á vatnaáætlun fyrir Ísland.

Verkefnið LIFE ICEWATER hefur það að markmiði að:

  • Auka þekkingu á notkun, eiginleikum og ástandi vatns á Íslandi
  • Tryggja fumlausa og samhæfða stjórnsýslu þegar kemur að vatnsmálum
  • Bæta vatnsgæði, til dæmis með úrbótum í fráveitu og hreinsun á fráveituvatni
  • Fræða almenning og hagaðila um mikilvægi vatns

Styrkur Evrópusambandsins til LIFE ICEWATER á Íslandi er einn sá stærsti sem Ísland hefur fengið. Umfang verkefnanna sem samstarfshópur hefur sett saman vegna þessa er samtals um 5,8 milljarðar króna.

LIFE áætlun ESB styrkir verkefnið um 60%. Verkefnið er unnið frá árinu 2025 til 2030.

Verkefninu er skipt upp í 7 hluta. Sjá yfirlit aðgerða undir hverjum verkhluta:

Auk Isavia eru 22 samstarfsaðilar í verkefninu: Eimur, Gefn, Grundarfjarðarbær, Hafrannsóknastofnun, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, Hveragerðisbær, Ísafjarðarbær, Kópavogsbær, Matvælastofnun, Náttúrufræðistofnun, Náttúruminjasafn Íslands, Orka náttúrunnar, Orkustofnun, Orkuveita Húsavíkur, Orkuveita Reykjavíkur, Reykjavíkurborg, Ríkisútvarpið, Samband íslenskra sveitarfélaga, umhverfis,- orku og loftslagsráðuneyti, Umhverfisstofnun, Veðurstofa Íslands og Veitur, ásamt þremur óbeinum þátttakendum: Sveitarfélagið Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum.