Beint í efni
Keflavíkur Flugvöllur

Nýtt skráningarkerfi tekið í notkun á KEF

Í dag hófst innleiðing á nýju komu- og brottfarakerfi Schengen svæðisins (EES). Sjálfsafgreiðslubásar tengdir Entry/Exit kerfinu hafa verið tilbúnir í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli um nokkurt skeið. Farþegar hafa mögulega séð þá þar sem þeir hafa staðið plastaðir í landamærasalnum. Nú verða þeir teknir í notkun.

Nýja brottfarakerfið verður innleitt í fösum og mun innleiðingin standa yfir fram til apríl 2026.  

Verkefnið er leitt af embætti ríkislögreglustjóra og mun nýja kerfið leysa af hólmi handstimplun vegabréfa og færa skráningu komu og brottfararferðamanna til og frá ríkjum utan Schengen yfir í stafrænt form með fingraförum og andlitsmyndum af þeim sem koma inn á svæðið.  

Evrópusambandið hefur undanfarin ár unnið að rafrænu skráningarkerfi ferðamanna sem ferðast inn fyrir sameiginleg landamæri Schengen svæðisins.  Innleiðing skráningarkerfisins hefst þann 12. október á öllum ytri landamærum Schengen-svæðisins, þar á meðal á landamærum Íslands.