Beint í efni
Keflavíkur Flugvöllur

Flugfélagið Play hefur hætt starfsemi

Þann 29. september 2025 hætti flugfélagið Play starfsemi.

Viðbragðsáætlun Keflavíkurflugvallar vegna rekstrarstöðvunar flugfélags hefur verið virkjuð og er unnið eftir henni. Starfsfólk á KEF hefur aðstoðað og upplýst farþega Play.

Upplýsingar um réttarstöðu flugfarþega má nálgast á vef Samgöngustofu og Neytendasamtakanna.

Bílastæðaþjónusta KEF hefur sent leiðbeiningar til farþega Play sem eru með bíla sína bókaða á bílastæðum vallarins um hvernig greitt sé fyrir viðbótardaga vegna þess að Play hefur hætt starfsemi. Ekki er hægt að breyta bókun eftir að búið er að leggja bíl í stæði. Hægt er að borga mismuninn á vef Autopay innan tveggja sólahringa eftir að ekið er út af bílastæðinu. Hægt er að hafa samband við bílastæðaþjónustu KEF hér ef spurningar vakna.

Play hefur flutt fjölmarga farþega um Keflavíkurflugvöll síðastliðin ár og verið mikilvægur hlekkur í uppbyggingu ferðaþjónustu á Íslandi.