Flugfélagið Play hefur hætt starfsemi
Strax í kjölfarið var viðbragðsáætlun Keflavíkurflugvallar vegna rekstrarstöðvunar flugfélags virkjuð og er unnið eftir henni. Alls var 12 ferðum Play aflýst á KEF í dag, 6 brottförum og 6 komum, sem hafi áhrif á um 1.750 farþega. Starfsfólk á KEF hefur í dag aðstoðað farþega Play á vellinum og upplýst þá um stöðu mála og réttarstöðu þeirra í samræmi við upplýsingar á vef Samgöngustofu. Flugfarþegum er einnig bent á að kynna sér upplýsingar á vef Neytendasamtakanna.
Útistandandi viðskiptaskuldir Play gagnvart Keflavíkurflugvelli eru eingöngu sem nemur ágúst- og septembermánuðum og mun Isavia leita þeirra lagaúræða sem til staðar eru til innheimtu þeirra.
Bílastæðaþjónusta KEF hefur sent leiðbeiningar til farþega Play sem eru með bíla sína bókaða á bílastæðum vallarins um hvernig greiða megi fyrir viðbótardaga vegna þess að Play hefur hætt starfsemi. Bent er á að ekki er hægt að breyta bókun eftir að búið er að leggja bíl í stæði. Mismuninn vegna breytinga á ferðadagsetningum má greiða á vef Autopay innan tveggja sólahringa eftir að ekið er út af bílastæðinu. Vakni spurningar er viðskiptavinum bent á að hafa samband við bílastæðaþjónustu KEF hér.