Point tekur við verslun í komusal

Nýr rekstraraðili mun taka við rekstri verslunar í komusal Keflavíkurflugvallar (KEF) í haust en á sama tíma verða töluverðar breytingar á komusal KEF. Verslunin hefur hingað til verið rekin af 10-11 en nú tekur Point við rekstrinum. Viðbætur sem Point mun síðan bjóða upp á eru meðal annars fjölbreytt úrval heitra rétta, þar á meðal hamborgarar, franskar, pizzur, bátar, salöt og annað girnilegt. Auk þess verður mun meira sætapláss fyrir viðskiptavini en áður.

Sérhæfing í flugvallarrekstri
Verslun Point er rekin af alþjóðlega fyrirtækinu SSP sem sérhæfir sig í rekstri veitingastaða og hefur meðal annars rekið Jómfrúna og Elda á Keflavíkurflugvelli í samstarfi við íslenskt veitingafólk frá árinu 2022. Þá rekur SSP yfir 2.600 staði um heim allan. Fyrr á árinu opnaði Point tvær verslanir inni í flugstöðinni, aðra á verslunar- og veitingasvæði flugvallarins og hina á fyrstu hæð við D-hliðin.
Við höfum átt farsælt samstarf við Keflavíkurflugvöll og höfum opnað tvær verslanir Point inni í flugstöðinni sem ganga vel. Við fögnum því að geta nú einnig boðið ferðalöngum, sem eru að koma til landsins, upp á úrval matar og svalandi drykkja sem er hentugt að grípa með sér eftir ferðalagið.
Åste HaukvikViðskiptaþróunarstjóri SSP í Noregi og Íslandi
Víða um flugstöðina er nú einnig að finna svokallaða Point-sjálfsala þar sem gestir flugvallarins geta nælt sér í allt það helsta úr verslunum Point, hratt og örugglega. Sjálfsalarnir, sem eru sex talsins, hafa vakið mikla lukku enda er fjöldi farþega á hraðferð um flugvöllinn og getur því létt undir með fólki að geta gripið bita hratt og örugglega. Þar að auki rekur SSP sælkeraverslunina Icelandic Deli á annarri hæð og Elda Bar á fyrstu hæð við D-hliðin.

Nýtt og fjölbreytt úrval
Stefnt er að því að nýja verslunin opni að hluta í nóvember en fram að því verður starfrækt pop-up verslun sem mun bjóða upp á helstu nauðsynjar; kaffi, drykki, nasl og tilbúna kalda rétti. Verslun Point mun stækka umtalsvert og verður boðið upp á ferðavörur, gæðakaffi frá Kaffitári, snarl, drykki, ferskt brauðmeti og önnur matvæli.
Keflavíkurflugvöllur er í stöðugri þróun til að mæta mismunandi þörfum hjá breiðum hópi gesta sem leggja leið sína þar um. Það skiptir okkur gríðarlega miklu máli að gestir okkar séu ánægðir með úrvalið sem er í boði og að fjölbreytni sé í fyrirrúmi. Verslun Point mun bjóða upp á glæsilegt úrval af íslenskum og erlendum vörum fyrir gesti í komusal og vonandi finna allir eitthvað við sitt hæfi. Við höfum fulla trú á því að stækkun komuverslunar muni hafa jákvæð áhrif á farþega og gesti á komusvæðinu.
Berglind SnælandRekstrarstjóri verslana og veitinga hjá KEF
