Beint í efni
Keflavíkur Flugvöllur

Öflugur hópur sumarstarfsfólks tekur til starfa

Öflugur hópur 249 sumarstarfsmanna Isavia hefur tekið til starfa á Keflavíkurflugvelli.

Öflugur hópur 249 sumarstarfsmanna Isavia hefur tekið til starfa á Keflavíkurflugvelli. Brynjar Már Brynjólfsson, mannauðsstjóri Isavia, segir að vel hafi gengið að manna sumarstörfin í ár hjá einum líflegasta vinnustað landsins.

Sumarið er komið á fullt á Keflavíkurflugvelli og hafa sumarstarfsmenn hafið störf við fjölbreytt og skemmtileg verkefni. Búist er við að um 5,6 milljónir gesta fari um völlinn yfir sumarmánuðina og því skiptir miklu máli að vel sé mannað í þau störf sem sinna þjónustu við gesti flugvallarins.

Okkur bárust 1.091 umsóknir um sumarstörf hjá Isavia í ár, sem sýnir að mikill áhugi er á því að starfa hjá Keflavíkurflugvelli. Sumarstörfin eru frábært tækifæri fyrir einstaklinga til að öðlast dýrmæta reynslu í alþjóðlegu umhverfi og kynnast líflegum og góðum vinnustað.

Brynjar Már BrynjólfssonMannauðsstjóri Isavia
Brynjar Már Brynjólfsson, mannauðsstjóri Isavia

Alls voru 249 einstaklingar ráðnir í sumarstörf hjá Isavia á flugvellinum í ár. „Um 33,7% þeirra sem ráðnir voru höfðu starfað hjá Isavia áður, sem þýðir að við erum með öflugan hóp fólks – bæði nýliða og reynda starfsmenn,“ segir Brynjar enn fremur.

Líflegur og flottur hópur sumarstarfsfólks síðasta sumar

Fjölbreytt sumarstörf Isavia eru í boði á flugvellinum. Stærsti hluti sumarráðninga er í öryggisleit og eftirliti, þar sem 150 einstaklingar voru ráðnir. Þá voru 49 ráðnir í farþegaþjónustu, sem sinnir meðal annars aðstoð við gesti með skerta hreyfigetu. Einnig var meðal annars ráðið í störf tengd farþegaakstri, bílastæðaþjónustu, flugvallarþjónustu og fleira.

Ljóst er að líflegt sumar er fram undan á Keflavíkurflugvelli þar sem góður hópur starfsfólks mun taka vel á móti og þjónusta fjölmarga gesti yfir sumartímabilið.