Beint í efni
Keflavíkur Flugvöllur

2,7 milljónir gesta á þriðja ársfjórðungi

Heildarfjöldi gesta Keflavíkurflugvallar (KEF) var 2.735.143 á þriðja fjórðungi ársins 2025.

Á þriðja ársfjórðungi ársins, júlí-september 2025, lögðu alls 2.735.143 gestir leið sína um Keflavíkurflugvöll (KEF). Þetta er um 3,5% fækkun frá sama tímabili í fyrra.

Farþegaspá KEF gerði ráð fyrir 2.718.547 gestum og var gestafjöldinn því 16.596 þúsund, eða 0,6% yfir spá.

Brott­far­ar­far­þegar yfir spá

Brottfararfarþegar voru 1.021.825 en spáin hafði gert ráð fyrir rúmlega 985 þúsund. Voru brottfararfarþegar því 36.536 fleiri eða 3,7% yfir spá flugvallarins.

Fækkun um 4,4% varð á sætaframboði flugfélaga á þriðja ársfjórðungi ársins miðað við sama tímabil árið á undan.

Færri tengi­f­ar­þegar

Tengifarþegar, eða farþegar sem nýta KEF sem tengistöð án þess að dvelja á Íslandi, voru 704 þúsund á þriðja ársfjórðungi ársins. Hafði farþegaspáin áætlað 757 þúsund tengifarþega á þessu tímabili, sem þýðir að fjöldi tengifarþega var um 7% undir spá.

Tíðar ut­an­lands­ferð­ir Ís­lend­inga

Íslendingar voru ferðaþyrstir á þriðja ársfjórðungi ársins og voru brottfarir þeirra fleiri en spáin hafði gert ráð fyrir. Áætlað var að fjöldi Íslendinga sem ferðuðust frá KEF yrði 167 þúsund en raunin var 184 þúsund. Því fóru 17 þúsund fleiri Íslendingar af landi brott eða 10,5% yfir spá.

Fleiri er­lend­ir ferða­menn

Erlendir farþegar voru 837 þúsund frá júlí-september á þessu ári. Hafði farþegaspá KEF gert ráð fyrir 803 þúsund erlendum ferðamönnum á þriðja ársfjórðungi. Voru erlendir gestir því um 34 þúsund fleiri en áætlað var og 4,3% yfir spá. 

Samkvæmt talningu frá Ferðamálastofu voru Bandaríkjamenn stærsti hópur erlendra ferðamanna á þriðja ársfjórðungi ársins eða rúmlega 263 þúsund, sem er 32% af öllum erlendum ferðamönnum. Þar á eftir fylgdu Þjóðverjar sem voru 61 þúsund eða 7% af heild allra erlendra ferðamanna. Í þriðja sæti voru Bretar sem voru 44 þúsund (5% af heild), Ítalir sem voru 42 þúsund (5% af heild) og loks Frakkar sem voru 41 þúsund (5% allra erlendra ferðamanna).