Umferðartafir vegna talsverðrar snjókomu
Farþegar eru hvattir til að leggja snemma af stað á KEF og fylgjast með veðurspá og færð.

Umferðartafir eru vegna töluverðrar snjókomu á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og Suðurlandi. Gul, appelsínugul og síðan gul veðurviðvörun eru í gildi til hádegis miðvikudaginn 29. október 2025.
Farþegar eru hvattir til að fylgjast með flugáætlunum á vef KEF, upplýsingum um ástand vega á vefnum umferdin.is og veðurspá á vef Veðurstofunnar. Farþegar eru einnig hvattir til að leggja tímanlega af stað í flug og gefa sér rúman tíma í ferðalagið út á flugvöll.