Úrval verslana og veitinga á Keflavíkurflugvelli aldrei verið betra

Nóg verður um að vera á Keflavíkurflugvelli í vetur enda hefur úrval veitinga og verslana á flugvellinum aldrei verið betra. Síðustu árin hefur mikið kapp verið lagt á að bæta úrval nýrra og spennandi veitingastaða á flugvellinum og sérstök áhersla lögð á að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Fjölbreytt úrval verslana og nýrra sem verslana hafa bæst við flóru flugvallarins, bjóða upp á aukið úrval af tollfrjálsum gæðavörum.
Það er svo gaman að fá að taka þátt í endurnýjun og uppbyggingu eins og þeirri sem flugvöllurinn hefur verið að ganga í gegnum undanfarið. Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu vel gestir taka nýjungunum og hve glaðir þeir eru með þjónustuna sem þeir fá. Það verður nóg að gera í vetur og það skiptir okkur öllu máli að gestirnir séu sáttir. Við höfum unnið með fjölda fagmanna síðustu ár við að þjónusta flugvallargesti en ég held ég geti fullyrt að úrvalið hafi sjaldan verið betra í flugstöðinni.
Berglind SnælandRekstrarstjóri verslana og veitinga á Keflavíkurflugvelli

Íslenskar sælkeravörur og gómsætur matur
Verslanirnar Point og Icelandic Deli opnuðu fyrr á árinu. Icelandic Deli er ný sælkeraverslun, staðsett á verslunar- og veitingasvæði flugvallarins. Þar má meðal annars finna úrval af hágæða súkkulaði, íslenskum kryddum, handverksostum og reyktu og þurrkuðu kjöti. Einnig geta gestir nælt sér í handvalið úrval af íslensku víni og áfengum drykkjum.

Point er með þrjár verslanir á flugvellinum, á verslunar- og veitingasvæðinu í brottfararsalnum, í komusalnum og á 1. hæð við D-hliðin. Í Point er boðið upp á úrval af ferðavörum, snarli, drykkjum, fersku brauðmeti, pizzum og öðru góðgæti sem má grípa með sér í ferðalagið.
Nýverið opnaði Point nýja verslun sína í komusal flugvallarins þar sem 10-11 var áður með verslun. Viðbætur sem Point býður upp á eru meðal annars fjölbreytt úrval heitra rétta, þar á meðal hamborgarar, franskar, pizzur, bátar, salöt og annað girnilegt. Auk þess verður mun meira sætapláss fyrir viðskiptavini en áður.
Víða um flugvöllinn má einnig finna nýja Point sjálfsala sem bjóða upp á allt það helsta úr verslunum Point. Sjálfsalarnir eru hugsaðir til þess að gestir flugvallarins geti gripið sér mat og drykk hratt og örugglega hvenær sem er sólarhringsins, auk ýmissa annarra nauðsynjavara.

Fjölbreytt úrval af tollfrjálsum gæðavarningi
Ísland Duty Free tók við rekstri fríhafnaverslana í komu- og brottfararsal í maí. Sérstök áhersla er lögð á framboð af íslenskum vörumerkjum auk þess sem ný og spennandi erlend vörumerki bætast við vöruframboðið. Á næstu mánuðum mun Ísland Duty Free endurhanna verslanirnar í samstarfi við hönnunarteymi Heinemann og íslensku arkitektastofuna Basalt. Markmiðið með endurhönnun er að skapa spennandi umgjörð utan um íslenskar vörur og verslunarupplifun og að viðskiptavinir finni fyrir því að þeir eru staddir á Íslandi þar sem umhverfi og innréttingar munu endurspegla íslenska túru.

Í sumar opnaði glæsileg og mjög vel heppnuð pop-up verslun Fyrir Ísland sem hefur nú færst yfir í stærra rými til frambúðar þar sem Húrra Reykjavík var áður staðsett, við hliðina á Blue Lagoon Skincare. Verslunin naut mikilla vinsælda í sumar en þar má finna úrval af landsliðstreyjum, derhúfum, treflum, lyklakippum og ýmislegt fleira fyrir stuðningsmenn íslenska landsliðsins í fótbolta .

Innar í flugstöðinni, þegar gengið er landganginn að enda, er minjaverslunin Icemart og þar hafa einnig opnað útibú Rammagerðarinnar og 66°Norður, til viðbótar við verslanir þeirra sem eru nú þegar á verslunar- og veitingasvæði flugvallarins.
Ljóst er að úrval verslana hefur aldrei verið fjölbreyttara og því tilvalið að gefa sér góðan tíma í flugstöðinni áður en farið er flug.


Fleiri kostir fyrir ferðalanga
Til viðbótar við nýja veitingastaði í flugstöðinni er þar einnig að finna þekkta veitingastaði á borð við Elda og Jómfrúna. Svo eru það staðirnir Hjá Höllu og Loksins Café & Bar sem eru staðsettir hjá C-hliðum, eftir að gengið er út landganginn. Á leiðinni þangað má einnig finna Bæjarins bestu pylsuvagninn.


Breytingar urðu í flugstöðinni í lok október þegar nýir aðilar tóku við rekstri á veitingastöðum Lagardère Travel Retail. Eigendur veitingastaðarins Hjá Höllu tóku við rekstri Loksins Café & Bar, sem mun áfram heita sama nafni. Rekstraraðilar Sbarro á Íslandi taka aftur við rekstri Sbarro á Keflavíkurflugvelli og eigendur Maika'i hafa tekið við rekstri beggja kaffihúsa Bakað. Þá hefur SSP Iceland tekið við rekstri Keflavík Diner og mathallarinnar Aðalstrætis. Í Aðalstræti verða gerðar þær breytingar að Zócalo hættir rekstri og í staðinn kemur glæsileg drykkjarstöð með fjölbreyttu úrvali drykkja þar sem er lögð áhersla á snögga afgreiðslu fyrir þyrsta ferðalanga. Ítalski veitingastaðurinn Trattoria Tavolare tekur við af La Trattoria.

Við vonum að þessar breytingar muni hafa jákvæð áhrif á upplifun gesta okkar sem leggja leið sína um flugvöllinn í vetur. Rekstraraðilarnir sem taka við veitingastöðum Lagardère eru allt aðilar sem hafa mikla reynslu af veitingarekstri á Keflavíkurflugvelli og því vel kunnugir því umhverfi. Yfirfærslan er afstaðin og gekk vonum framar þökk sé góðu samstarfi allra sem áttu hlut að máli.
Berglind SnælandRekstrarstjóri verslana og veitinga
Fjölbreytt úrval veitingastaða mun vonandi höfða til þess breiða hóps gesta sem leggja leið sína um flugvöllinn, með mismunandi þarfir og væntingar.