Beint í efni
Keflavíkur Flugvöllur

Yfir 500 þúsund gestir í nóvember

Við tókum á móti 500.074 gestum á Keflavíkurflugvelli (KEF) í nóvember 2025.

Árið er senn á enda og var mikið fjör á vellinum í næstsíðasta mánuði ársins. Alls lögðu 500.074 gestir leið sína um flugvöllinn, sem er 5,5% minna en í nóvember í fyrra.

Alls flugu 15 flugfélög beint frá KEF til 57 áfangastaða í nóvember. Vinsælustu áfangastaðirnir voru London, Kaupmannahöfn, Manchester, París og New York.

Mest var að gera í nóvembermánuði þann 2. nóvember þegar um 20.653 gestir fóru um flugvöllinn.

Brottfarir Íslendinga frá KEF voru um 42 þúsund í nóvember samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu. Það eru 19,6% fleiri en í sama mánuði árið á undan. Frá áramótum (janúar-nóvember) hafa því Íslendingar farið utan um 655 þúsund sinnum, sem er 18,1% aukning frá sama tíma í fyrra.

Brottfarir erlendra gesta frá landinu um KEF voru um 141 þúsund í nóvember. Það gerir 13% færri erlenda gesti en í nóvembermánuði árið á undan. Flestar brottfarir erlendra gesta má rekja til Bandaríkjamanna sem voru um 32 þúsund talsins eða 23% af öllum brottförum erlendra gesta. Það gerir yfir 31% færri Bandaríkjamenn borið saman við nóvember árið á undan. Því næst voru það Bretar sem voru 24 þúsund (17% af heild) en það er yfir 31% fækkun frá því í fyrra. Aukning varð hjá Kínverjum sem voru 9 þúsund (6% af heild) sem er yfir 57% fleiri en í nóvember árið á undan. Þjóðverjar sem voru yfir 7 þúsund (5%) og loks Ítalir sem voru tæplega 7 þúsund (5%).

Frá áramótum (janúar-nóvember) hefur um 2,1 milljón erlendra farþega farið frá Íslandi, sem er 0,7% fjölgun miðað við sama tímabil í fyrra.