Stefna og skipulag

Stefnan
Hér til hliðar er stefnuhringurinn okkar, áttaviti um áherslur félagsins til framtíðar. Hann tengir saman sjö stefnuáherslur sem leiða félagið að framtíðarsýn þess og endurspeglar vinnu í átt að sjálfbærni á öllum sviðum starfseminnar.
Við erum þjónustufyrirtæki sem gegnir því mikilvæga hlutverki að hafa með höndum rekstur, viðhald og uppbyggingu á innviðum, sem er grunnur að flugsamgöngum landsins, tengingum við umheiminn og flugi á milli heimsálfa. Starfsemin skiptir þar af leiðandi miklu máli fyrir þjóðarhag og starfsfólk félagsins leggur sig fram við að haga störfum sínum á öruggan og skilvirkan hátt í sátt við umhverfi og samfélag.
Skýr stefna og framtíðarsýn eru lykillinn að því að starfsfólk geti tengt störf sín við stefnu félagsins og unnið eftir henni.
Tilgangur
Við leiðum flugvallarsamfélag sem eykur lífsgæði og velsæld á Íslandi. Þar gegnir starfsemi Keflavíkurflugvallar lykilhlutverki sem lykilinnviður landsins og sú ábyrgð sem starfseminni fylgir fyrir sjálfbæra framtíð.
Framtíðarsýn
Framtíðarsýn okkar er að tengja heiminn í gegnum Ísland. Hún felur í sér fjölgun á flugtengingum á milli heimsálfa og þar með bættu aðgengi landsmanna að erlendum mörkuðum sem stuðlar að aukinni samkeppnishæfni og velsæld landsins.
Stefnuáherslur framtíðarsýnar
Við byggjum upp flugvöll þar sem arðsemi og langtímahagsmunir eru hafðir að leiðarljósi. Helsta auðlind félagsins er mannauðurinn sem leiðir flugvallarsamfélagið að sameiginlegum árangri með því að bjóða viðskiptavinum einstaka upplifun þar sem við notum snjallar lausnir í að bæta þjónustuna. Við höfum sjálfbærni að leiðarljósi í öllu okkar starfi og leggjum áherslu á að vera til fyrirmyndar í öryggis- og verndarmálum.
Stefnuáhersla til 2028
Sú framtíðarsýn félagsins að tengja heiminn í gegnum Ísland er vegferð til ársins 2040. Það er mikilvægt að hafa skýra sýn á þær vörður sem þarf að ná á vegferðinni í átt að þeirri framtíðarsýn.
Til að starfsfólk geti unnið markvisst að því að láta framtíðarsýn félagsins rætast voru helstu áherslur til ársins 2028 skilgreindar. Markmiðið er að efla geta félagsins til að styðja við framtíðarvöxt flugfélaga sem velja KEF sem sína tengistöð. Áherslurnar voru mótaðar í upphafi árs 2024 og fela í sér þrjá meginþætti: viðskiptavini og flugvallarsamfélag, menningu og stafræna hagræðingu.
Meira um stefnuna
Markmið okkar er að vera með uppbyggilega menningu sem byggir á sálrænu öryggi. Til þess þurfum við að sýna hvert öðru umhyggju og stjórnendur þurfa að leggja áherslu á valdeflandi vinnustað sem styður við að starfsfólki líði vel í starfi, nái árangri og sé framúrskarandi í sínum störfum. Menning sem stuðlar að samvinnu, nýsköpun og sameiginlegum rekstrarárangri.
Markmiðið er að straumlínulaga rekstur Keflavíkurflugvallar með tækni og rauntímaupplýsingum. Við nýtum gögn og stafrænar lausnir til að straumlínulaga ferla og hámarka nýtingu auðlinda með ávinning viðskiptavina og lægri rekstrarkostnað að markmiði. Fyrirtækið, fólk og ferlar munu þróast og verða samheldið og samræmt vistkerfi sem er í stakk búið til að styðja við frekari vöxt fyrirtækisins.

Framkvæmdastjórn og skipuritFramkvæmdastjórn og skipurit
Móðurfélagið Isavia rekur Keflavíkurflugvöll. Þar starfa tvö kjarnasvið: viðskipti og þróun annars vegar, og þjónusta og rekstur hins vegar. Stoðsviðin eru fjármála- og mannauðssvið og stafræn þróun og upplýsingatækni. Leiðtogar þessara sviða mynda framkvæmdastjórn félagsins ásamt forstjóra.

Sveinbjörn Indriðason er hagfræðingur frá Háskóla Íslands (1998). Hann starfaði hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og við áhættustýringu hjá Icelandair (1999-2005). Hann var fjármálastjóri FL Group (2005-2008) og rekstrar- og fjármálastjóri hjá Clara (2011). Sveinbjörn varð fjármálastjóri Isavia árið 2013 og forstjóri í júní 2019.

Anna Björk Bjarnadóttir er íþróttafræðingur frá NIH og HUPE, með framhaldsnám frá TDC, DIEU/Mannaz og Wharton. Hún var framkvæmdastjóri ráðgjafar og sérlausna hjá Advania (2018-2020), stjórnunarráðgjafi og framkvæmdastjóri hjá Expectus (2013-2018), og starfaði hjá Símanum (2005-2013), þar af fimm ár sem framkvæmdastjóri. Hún stýrði þjónustusviði TDC Norway A/S (2001-2004).

Bjarni Örn Kærnested er með B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og MBA frá Waseda háskólanum í Japan. Hann hefur starfað sem forstöðumaður á upplýsingatæknisviði hjá Össuri síðan 2019 og tók við sem framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni árið 2022. Áður starfaði hann hjá Origo og Arion banka.

Elísabet Sverrisdóttir er með B.A. í bókmenntum og MS í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og APME í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Hún starfaði hjá Hagvangi (2006-2017) og var ráðin mannauðsráðgjafi til Isavia árið 2017, mannauðsstjóri árið 2019 og aðstoðarmaður forstjóra árið 2021.

Guðmundur Daði Rúnarsson er rekstrarverkfræðingur frá Danmarks Tekniske Universitet (2010). Hann var verkefnastjóri á upplýsinga- og tæknisviði Iceland Express (2007-2011) og deildarstjóri rekstrardeildar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (2011). Hann varð framkvæmdastjóri tækni og eignasviðs Keflavíkurflugvallar við skipulagsbreytinguna 2016 og tók við sem framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar árið 2020.

Ingibjörg Arnarsdóttir er með Cand. Oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í fjármálum frá Cass Business School. Hún var framkvæmdastjóri fjármála-, mannauðs- og verkefnastjórnar hjá Reiknistofu bankanna (2016-2020), framkvæmdastjóri fjármála og mannauðs (2008-2016), og framkvæmdastjóri stjórnunar- og mannauðs hjá Valitor.