Stefna og skipulag

Stefnan
Hér til hliðar er stefnuhringurinn okkar, áttaviti um áherslur félagsins til framtíðar. Hann tengir saman sjö stefnuáherslur sem leiða félagið að framtíðarsýn þess og endurspeglar vinnu í átt að sjálfbærni á öllum sviðum starfseminnar.
Skýr stefna og framtíðarsýn eru lykillinn að því að starfsfólk geti tengt störf sín við stefnu félagsins og unnið eftir henni.
Við erum þjónustufyrirtæki sem gegnir því mikilvæga hlutverki að hafa með höndum rekstur, viðhald og uppbyggingu á innviðum, sem er grunnur að flugsamgöngum landsins, tengingum við umheiminn og flugi á milli heimsálfa. Starfsemin skiptir þar af leiðandi miklu máli fyrir þjóðarhag og starfsfólk félagsins leggur sig fram við að haga störfum sínum á öruggan og skilvirkan hátt í sátt við umhverfi og samfélag.
Framtíðarsýn
Framtíðarsýn okkar er að tengja heiminn í gegnum Ísland. Hún felur í sér fjölgun á flugtengingum á milli heimsálfa og þar með bættu aðgengi landsmanna að erlendum mörkuðum sem stuðlar að aukinni samkeppnishæfni og velsæld landsins.
Tilgangur
Tilgangur okkar er að leiða flugvallarsamfélag sem eykur lífsgæði og velsæld á Íslandi. Þar gegnir starfsemi Keflavíkurflugvallar lykilhlutverki sem lykilinnviður landsins og sú ábyrgð sem starfseminni fylgir fyrir sjálfbæra framtíð.
Menning
Uppbyggjandi fyrirtækjamenning styður við árangursríka innleiðingu á stefnu félagsins. Allt starfsfólk okkar starfar í samræmi við menningarsáttmála félagsins sem er í anda þeirrar kjörmenningar sem við vinnum að.
Stefnuáherslur 2040 stefnu
Við leiðum flugvallarsamfélagið og eigum frumkvæði að því að vinna markvisst með viðskiptafélögum sínum að sameiginlegum árangri sem ein heild. Í þeirri samvinnu höfum við viðskiptavini okkar í fyrirrúmi með því að bjóða upp á einstaka upplifun og skilvirka, snjallvædda og góða þjónustu. Keflavíkurflugvöllur er einn af lykilinnviðum í landinu og því er lögð áhersla á að byggja upp og viðhalda innviðum hans til lengri tíma og bæta stöðugt nýtingu auðlinda með arðsemi og langtímahagsmuni að leiðarljósi. Um leið er stuðlað að nýsköpun og stöðugri framþróun í starfseminni. Við höfum sjálfbærni að leiðarljósi í öllu okkar starfi og leggjum áherslu á að vera til fyrirmyndar í öryggis- og verndarmálum.

Stefnuáhersla til 2028
Sú framtíðarsýn félagsins að tengja heiminn í gegnum Ísland er vegferð til ársins 2040. Það er mikilvægt að hafa skýra sýn á þær vörður sem þarf að ná á vegferðinni í átt að þeirri framtíðarsýn.
Til að starfsfólk geti unnið markvisst að því að láta framtíðarsýn félagsins rætast voru helstu áherslur til ársins 2028 skilgreindar. Markmiðið er að efla geta félagsins til að styðja við framtíðarvöxt flugfélaga sem velja KEF sem sína tengistöð. Áherslurnar voru mótaðar í upphafi árs 2024 og fela í sér þrjá meginþætti: viðskiptavini og flugvallarsamfélag, menningu og stafræna hagræðingu.

Meira um stefnuna
Markmið okkar er að styðja við að flugfélögin sem nota KEF sem sína tengistöð nái árangri með stefnumótandi vaxtaráætlanir sínar. Það verði gert með því að byggja upp hæfni og þekkingu ásamt því að vinna náið með viðskiptavinum okkar að því að afkastageta Keflavíkurflugvallar fylgi framtíðarspám þeirra. Við byggjum upp þjónustumiðað flugvallarsamfélag með viðskiptafélögum og samstarfsaðilum sem skapar ávinning fyrir alla.
Markmiðið er að straumlínulaga rekstur Keflavíkurflugvallar með tækni og rauntímaupplýsingum. Við nýtum gögn og stafrænar lausnir til að straumlínulaga ferla og hámarka nýtingu auðlinda með ávinning viðskiptavina og lægri rekstrarkostnað að markmiði. Fyrirtækið, fólk og ferlar munu þróast og verða samheldið og samræmt vistkerfi sem er í stakk búið til að styðja við frekari vöxt fyrirtækisins.
Viðskiptalíkan Isavia
Við erum þjónustufyrirtæki sem gegnir mikilvægu hlutverki. Við höldum utan um rekstur stærstu gáttar fyrir flugfélög og farþega inn í landið og stuðlar þannig að aukinni velsæld og bættum lífsgæðum landsmanna. Framkvæmdastjórn félagsins hefur unnið að því að skerpa á viðskiptalíkani félagsins og tengja betur saman viðskiptalíkanið og stefnuáherslur félagsins til næstu fimm ára
Við leggjum til auðlindir í starfsemi okkar sem skapa virði með rekstri félagsins fyrir mismunandi hagaðila. Við leggjum okkur fram við að veita áreiðanlega, skilvirka og örugga þjónustu á sjálfbæran hátt þar sem samskipti við starfsfólk einkennast af trausti, vinsemd, vellíðan, öryggi og fyrirsjáanleika. Við höfum metnað til að veita upplýsingar í rauntíma og leggjum áherslu á að veita skilvirka þjónustu með persónulegri aðstoð eftir þörfum. Isavia stundar sjálfbær innkaup og vinnur stöðugt að umbótum í umhverfismálum. Lögð er áhersla á samfélagslega virðissköpun af rekstrinum.
